Fara í efni

Fræðslu- og menningarmálanefnd

159. fundur 28. mars 2007 kl. 17:28 - 17:28 Eldri-fundur

 

 

 

7.fundur  Menningar-fræðslu og félagsmálanefndar haldinn í Ásgarði þann 28.03.2007 kl.16.00

 

Mættir eru: Sigurbjörg Ólafsdóttir, Aðalheiður Birna Einarsdóttir og

Steinunn Hilmarsdóttir.

 

  1. Ólafur Helgi Ólafsson mætir fyrir hönd Búnaðarfélags Kjósarhrepps. Rætt var um hvernig nefndin geti stutt við starfsemi Búnaðarfélagsins. Ólafur sagði það helst liggja á félaginu að aðstöðu vanti undir tækin. Gott væri að komið væri upp áhaldaskemmu fyrir hreppinn og Búnaðarfélagið hefði aðgang að.
  2. Reglur um heimagreiðslu vegna ungbarna samþykktar.
  3. Rætt var um Kjósardag, lagt fram bréf til Kaupþings, drög að auglýsingu.
  4. Reglur um heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð eru í endurskoðun.
  5. Fjallað var um slæma stöðu í Klébergsskóla. Ekki er búið að ráða skóla-stjóra en fyrrum skólastjóri lét af störfum í marsmánuði. Á meðan sinnir aðstoðarskólastjóri störfum hans. Nefndin telur það verulegt áhyggjuefni hversu ör starfsmannavelta er í Klébergsskóla og óskar eftir að þeim skilaboðum verði komið áfram til Menntasviðs Reykjavíkurborgar.

 

 

Fundi slitið kl. 17.50

Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir

 

 

 

 

 

Sigurbjörg Ólafsdóttir

 

Aðalheiður Birna Einarsdóttir

 

Steinunn Hilmarsdóttir