Fara í efni

Húseignanefnd Félagsgarðs

182. fundur 27. ágúst 2007 kl. 17:21 - 17:21 Eldri-fundur

Fundur hjá húseignanefnd, haldinn í Ásgarði 27. ágúst 2007 kl. 20.00.

 

Mætt eru Sigurbjörn Hjaltason, Oddur Víðisson og Sigríður Lárusdóttir.

 

Ástand skólahúsins skoðað. Komið er að verulegu viðhaldi, gluggar og gler er komið á tíma, jafnframt utanhúsklæðning. Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd að hefja endurnýjun á hvorutveggja í áföngum. Nefndin er sammála um að gluggagerð verði af upprunalegri gerð, samkvæmt framlögðum teikningum og myndum. Lagt er til að í fyrsta áfanga verði skipt um glugga og klæðningu á austur hlið  húsins og fjóra glugga á skólastofuvegg.

Formanni falið að kanna kostnað og afla verðtilboða.

 

 

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.