Fara í efni

Húseignanefnd Félagsgarðs

300. fundur 01. febrúar 2010 kl. 13:55 - 13:55 Eldri-fundur

Ár;2010,föstudaginn 29. Janúar vor haldinn fundur í húseignanefnd Kjósarhrepps í Félagsgarði

Mætir eru Sigurbjörn Hjaltason, Sigríður Lárusdóttir,G.Oddur Víðisson og frá ungmannafélaginu Dreng; Hermann Ingólfsson formaður.

 

Fyrir liggur samþykkt hreppsnefndar um að endurgera loftið í salnum. Farið yfir það sem þarf að gera. Einangra þarf loftið,setja rafmagnsgrind og nýjar raflagnir, skipta út hangandi ljósum og endurbæta loftræstingu. Áætlaður kostnaður er um þrjár milljónir

Niðurstaða er að kannað verði að láta blása einangrun uppá loftið í stað þess að láta einangra loftið neðan frá. Jafnframt að kanna verð og möguleika á að klæða hljóðdempandi þiljur neðan á nýja rafmagnsgrind. Sigurbirni falið að kanna þessi atriði en að öðru leiti að hrinda verkinu í framkvæmd þ.e. að setja upp rafmagnsgrindina.