Fara í efni

Húseignanefnd Félagsgarðs

380. fundur 01. september 2011 kl. 17:16 - 17:16 Eldri-fundur

Fundargerð húseignanefndar Kjósarhrepps

Fundur haldinn í húseignanefnd miðvikudaginn 31. Ágúst 2011 kl. 11:00 í Ásgarði.

Mættir Guðmundur Davíðsson,  Jón Ingi Magnússon  og Hermann Ingólfsson fyrir umf Dreng

G. Oddur Víðisson arkitekt einnig sat fundinn Guðný Ívarsdóttir framkvæmdastjóri Kjósarhrepps.

 

Oddur kynnti teikningar að viðbyggingu við norðurhlið Félagsgarðs þar sem hugmyndin er að verði geymsla við salinn, salerni fyrir fatlaða,neyðarútgangur og  aðstaða út frá sviðinu í sömu hæð og það er og undir þeim hluta yrði köld geymsla og sorpskýli á neðri hæð.

Hugsanlega væri hægt að nýta viðbygginguna sem hliðarsal við salinn við ákveðin tækifæri.

Nefndarmönnum líst vel á tillögurnar ,ákveðið að Oddur vinni tillöguna áfram.

Lagðar fram til kynningar teikningar að umhverfisskipulagi og mótun við inngang og útipall við Félagsgarð unnið af Heiðu Aðalsteinsdóttur. Nefndinni líst vel á framlagða hugmynd og mælir með framkvæmdinni.

Fleira ekki bókað.

Guðmundur Davíðsson

Jón Ingi Magnússon

Hermann Ingólfsson