Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

482. fundur 30. júní 2014 kl. 13:23 - 13:23 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 1

Dags. 30.6.2014

Í Ásgarði, kl. 20:00

Mættir nefndarmenn:
Þórarinn Jónsson (ÞJ), Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF).

Auk þess Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ)sem mun starfa með nefndinni

Á síðasta sveitarstjórnarfundi, þann 24. júní sl. voru eftirtaldir skipaðir í Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps


Aðalmenn:
Þórarinn Jónsson – Hálsi,   doddi@hals.is

Sigurbjörg Ólafsdóttir – Meðalfelli,   sigurbjorg.olafsdottir@gmail.com

Eva B Friðjónsdóttir –Hvammi 2, Eilífsdal,   evaogkalli@gmail.com

Varamenn:
1. Helga Hermannsdóttir - Borgarhóli

2. Ragnar Gunnarsson - Bollastöðum
3. Ólafur Oddsson – Stekkjarflöt

 

Dagskrá 1. fundar

1.    Kosning formanns, varaformanns og ritara
Afgreiðsla:  Sigurbjörg kosin formaður, Eva varaformaður, Sigríður Klara ritari

 

2.    Finna hentugan fundartíma
Afgreiðsla:  Fastir fundir síðasta fimmtudag í mánuði, en fram að Kátt í Kjós verður fundað eftir þörfum

 

3.    Drög að erindisbréfi fyrir nefndina þar sem m.a. er farið yfir hlutverknefndarinnar, markmið og skyldur nefndarmanna.
Erindisbréf lesið upp og kynnt nefndarmönnum

 

4.    Kátt í Kjós – næstu skref
Sveitahátíðin Kátt í Kjós verður 19. júlí nk, taka þarf ákvörðun um umfang og viðburði. Ákveðið að sækja um til hreppsnefndar 400.000 kr styrk fyrir hátíðina.
Verkum skipt niður milli fundarmanna til að tíminn fram að hátíð nýtist sem best

 

5.    Önnur mál

a.     Farið yfir möguleika og leiðir til að auglýsa viðburði og það sem er að gerast.

b.    Finna styttra/þjálla nafn á nefndina

c.     Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 7.júlí, kl. 20:00. Formaður sér um boðun varamanna á þann fund

Fundi slitið kl. 23:30

Sigríður Klara Árnadóttir