Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

508. fundur 09. desember 2014 kl. 11:28 - 11:28 Eldri-fundur

Markaðs-, atvinnu- og menningarmálanefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 8

Dags. 9. desember 2014, í Ásgarði, kl. 13:00

Mætt:

Sigurbjörg Ólafsdóttir (SÓ) og Eva B Friðjónsdóttir (EBF)

Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) ritari

 

Þórarinn Jónsson (ÞJ) var upptekinn við snjóruðning

 

Dagskrá:

 

1.       Aðventumarkaðurinn í Félagsgarði 6.des
Aðventumarkaðurinn tókst vel, álíka fjöldi gesta og í fyrra. Söluaðilar með kjöt voru mjög sáttir en söluaðilar með annan varning upplifðu minni sölu. Kvenfélagið stóð sig vel með sölu inn á kaffihlaðborð og heitt súkkulaði.
Kostnaður hreppsins var áætlaður 100.000 kr, en raunkostnaður endaði í 60.370 kr. Stærsti kostnaðarliðurinn voru auglýsingar í útvarpi og blöðum.
Ákveðið var að innansveitarmenn og –konur fengju fría borðaleigu og var ánægjulegt að sjá að af 18 borðum voru 10 borð á vegum Kjósverja. Góð fjölbreytni var í vöruframboði á markaðinum.
Ákveðið að opna fyrr á næsta ári og hafa markaðinn frá kl. 12-17. Vera í betra sambandi við Skógræktina sem var að selja jólatré á sama tíma inn að Reynivöllum.

 

2.       Bókasafnskvöldin

Síðasta bókasafnskvöld fyrir jól verður miðvikudaginn 10.des. Búið er að fá 2 rithöfunda til að lesa upp, þau Gerði Kristýnju (Drápa) og Einar Kárason (Skálmöld). Sigurbjörg hefur verið staðgengill í fjarveru Önnu Bjargar, bókverju. Sigurbjörg og Sigríður Klara hafa hjálpast að við að plasta og skrá nýjar bækur, en Anna Björg hefur séð um innkaupin.  Almenn ánægja er með nýju bækurnar og þá sérstaklega með úrvalið af hannyrðarbókum.
Næsta bókasafnskvöld verður 14. janúar  2015

 

3.       Viðburðir árið 2015
Kátt í Kjós verður haldið laugardaginn 18. júlí.
Rætt var um 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Drengs og í framhaldinu verður rætt við formann félagsins varðandi viðburði því tengt.
100 ár eru liðin síðan konur fengu kosningarrétt og í tengslum við það er hægt að fá farandsýningu frá Landsbókasafningu á spjöldum. Sigríður Klara mun athuga með það.
Aðventumarkaður verður haldinn laugardaginn 5.desember, kl. 12-17

 

Fundi slitið, kl: 13.57

Sigríður Klara, ritari