Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

558. fundur 04. júlí 2016 kl. 14:46 - 14:46 Eldri-fundur

 

Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 16  

Dagsetning 4. júlí,  kl 10:00 í Ásgarði

Mættar voru: Sigurbjörg Ólafsdóttir formaður, Helga Hermannsdóttir og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð.

 

 

 

Dagskrá fundarins:

Farið var yfir stöðu mála vegna Kátt í Kjós, hvað búið er að gera og hvað er eftir.

Ákveðið var að gera ekki bækling að þessu sinni, heldur einfalda dagskrá með korti á bakhlið. Stefnt er að hún verði tilbúin fyrir næstu helgi til dreifingar.

Auglýsing var sett í Ferðablað Fréttatímans og fréttatilkynning fer í Vesturland og Bændablaðið.

Nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en reikna má með að kostnaður hreppsins verði rétt rúmlega kr. 200.000.-

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 11. júlí kl 09:00.

Fundi slitið kl 11:00.

GGÍ