Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

565. fundur 07. október 2016 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

 

Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 19

Dagsetning 7. október,  kl.  17:00 í Ásgarði.

Mættar voru:  Sigurbjörg Ólafsdóttir formaður, Helga Hermannsdóttir og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð.  Þórarinn Jónsson boðaði forföll.

Sigurbjörg Ólafsdóttir biðst undan að starfa áfram sem formaður nefndarinnar og ákveðið var að Helga Hermannsdóttir tæki við sem formaður nefndarinnar.

 

Dagskrá fundarins:

1.      Bókasafnið í Ásgarði, opnunartímar og viðburðir tengdir opnun þess.

Afgreiðsla: Nefndin  ákvað að bókasafnið verði opið einu sinni í mánuði á miðvikudögum fram að áramótum í tengslum við námskeið eða fræðslu. Bókasafnið verði engu að síður ávallt opið alla virka daga á skrifstofutíma.

Þann 19. október frá kl 16- 18 verður kennsla í notkun hjartastuðtækja. Kvenfélag Kjósarhrepps hefur þegar fest kaup á  tveimur hjartastuðtækjum fyrir íbúa sveitarfélgsins út á ágóða af kaffisölu á Kátt í Kjós sl. sumar. Kjósarhreppur hefur síðan ákveðið að kaupa þriðja tækið.

Jólaföndur verði í nóvember og upplestur í nýjum bókum í desember.

Ákveðið var að keyptar verði barnabækur í bókasafnið og bókasafnið verði opið fyrir börn síðdegis í lok október. Jólaföndur verði fyrir grunnskólabörnin í byrjun desember.

 

2.      Endurútgáfa á göngukortinu vinsæla.

Afgreiðsla: Stefnt er að gefa göngukortið út að nýju í byrjun næsta árs. Á opna fundinum um endurskoðun aðalskipulagsins 1. nóvember n.k. mun kortið liggja frammi og fólk beðið um að gera athugasemdir og koma með leiðréttingar.

 

3.      Viðburðir fram yfir áramót, Aðventumarkaðurinn, Skötuveislan, jólatréskemmtunin og þrettándafagnaðurinn.

Afgreiðsla: Ákveðið  að Aðventumarkaðurinn verði laugardaginn 3. desember með hefðbundnu sniði. Skötuveisla verði í Félagsgarði 23. desember og jólaballið á milli jóla og nýárs eins og undanfarin ár. Umræða fór fram um flugeldasýningu á þrettándakvöldinu vegna örfárra gagnrýnisradda um að sveitarfélagið ætti ekki að standa fyrir svona sýningu og gera allar skepnur í sveitarfélaginu brjálaðar úr hræðslu. Þar sem  aðeins eru tveir daga ári sem má vera með svona sýningu, á gamlárskvöldi og þrettándadagskvöld, þá taldi nefndin ekki ástæðu til að fella sýninguna niður eða banna. Hjá mörgum er þetta órjúfanlegur þáttur í að kveðja jólahátíðina.

Allt skepnuhald í Kjósarhreppi er á ábyrgð eigenda eða umráðamanna og hafa flestir  gert ráðastafanir varðandi skepnuhaldið þetta kvöld..

 

4.      Upplýsingakortin.

Afgreiðsla: Ákveðið að hefja vinnu við þau að nýju og yfirfara fyrir næsta fund hvað búið var að gera.

 

5.      Fastir fundartínar nefndarinnar.

Afgreiðsla: næsti fundur verður 31. október kl 16:00 og síðan ódagsettur í lok nóvember.

 

Fundi slitið kl 19:00

GGÍ