Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

583. fundur 03. apríl 2017 kl. 11:54 - 11:54 Eldri-fundur

Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 24

Dagsetning  03, apríl,  kl.  16:00 í Ásgarði.

Mætt  voru:  Helga Hermannsdóttir formaður, Sigurbjörg Ólafsdóttir  og Guðný G Ívarsdóttir sem ritaði fundargerð. 

Helga Hermannsdóttir formaður setti fundinn.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      Fundur hjá loftmyndum. Fundur var hjá Loftmyndum 8. mars sl. Guðný og Sigríður Klara mættu  á hann. Farið var yfir leiðréttingar,  gönguleiðir og fleira. Tilboð er komið í breytingarnar frá Loftmyndum kr. 230.000.- án vsk. Kortið verður væntanlega tilbúið til yfirferða og prentunar strax eftir páska.

 

 

2.      Hvað er framundan?

Ákveðið var að hafa opinn fund td. 19. apríl í Ásgarði kl 20:30 og fara yfir hvað væri hægt að gera í vor og sumar. Fá á fundinn meðal annars fulltrúa frá hreppnum, ungmennafélaginu, kvenfélaginu, Félagsgarði, Kaffi Kjós og áhugasama íbúa til að ræða málin og koma með hugmyndir.

 

 

3.      Skilti

Ákveðið var að koma upp þrem skiltum við Kjósarrétt nú í sumar. Á þeim verða hin almennu húsdýr, saga þeirra á Íslandi og myndir.  Kjósarréttin, saga þeirra gömlu og bygging þeirrar nýju  og áhugaverðir staðir í kring.

 

 

Næsti fundur verður ?

Fundi slitið kl  17:50     GGÍ