Fara í efni

Markaðs, atvinnu- og menningarmálanefnd

587. fundur 16. maí 2017 kl. 10:09 - 10:09 Eldri-fundur

Markaðs, atvinnu- og ferðamálanefnd, fundur nr. 25

Dagsetning  16.  maí,  kl.  16:30 í Ásgarði.

Mætt  voru:  Helga Hermannsdóttir, formaður,  og Guðný G. Ívarsdóttir, sem ritaði fundargerð. 

Helga Hermannsdóttir formaður setti fundinn.

 

Mál sem tekin voru fyrir:

 

1.      17. júní hátíð í Kjósinni.  Áhugi kom fram á opnum fundi sem haldinn var 3. maí sl. að vera með uppákomur í Kjósinni á  þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.    

Nefndin gerir tillögu að því að á hátíðsdeginum verði skrúðganga sem hefjist kl 13:00 þar sem gengið verði frá Meðalfellsholti og sem leið liggur að  Kaffi Kjós. Hestamannafélagið verði með forreið og fána.  Dráttarvél og heyvagn fylgi þar sem börn geti setið í og aðrir ganga.  Við Kaffi Kjós verður boðið upp á andlitsmálun, grillaðar pylsur, safa og eitthvað fleira skemmtilegt.  Kostnaður sveitarfélagsins er áætlaður á bilinu  kr. 120.000 -150.000 krónur.

 

2.      Verið er að leggja lokahönd á Kjósarkortið en hugmynd kom upp um að setja eyðibýlin inn.  Kortið fer síðan í loka, loka-yfirferð og prentum. Áætlað er að prenta  um 500 eintökum og verður kortið síðan sett í sölu.

 

3.      Kátt í Kjós verður laugardaginn 22. júlí. Íbúar verða hvattir til að skreyta póstkassana sína og boðið verður upp á rúlluskreytingar. Nánar auglýst síðar.

 

 

 

 

Næsti fundur verður ?

Fundi slitið kl   17:30    GGÍ