Fara í efni

Notendaráð fatlaðs fólks

4. fundur 05. júlí 2019 kl. 13:00 - 14:00 Haldinn 2. hæð Helgafell
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Oddgeirsdóttir aðalmaður
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir aðalmaður
  • Karl Alex Árnason aðalmaður
  • Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir varamaður
  • Sveinbjörn Benedikt Eggertsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið.
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Fjölnisdóttir verkefnastjóri á fjölskyldusviði

Dagskrá:

Almenn erindi

1. 201806289 - Notendaráð um málefni fatlaðs fólks

Fulltrúar í notendaráði kynna sig.

Formaður kosinn.

Fundartímar ákveðnir.

1. Fundarmenn kynna sig.

2. Katrín Sif kjörinn formaður ráðsins með öllum samþykktum atkvæðum.

3. Ákveðið að fundardagar verði fimmtudagar kl. 15, fyrsta fimmtudag í þeim mánuði sem fundur verður haldinn.

Almenn erindi - umsagnir og vísanir

2. 201906237 - GEF-Starfsleyfi-beiðni um umsögn notendaráðs fatlaðs fólks

Beiðni um umsögn notendaráðs fatlaðs fólks.

Notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps er mjög jákvætt gagnvart því að NPA miðstöðin fái starfsleyfi vegna NPA þjónustu og sér ekkert því til fyrirstöðu annað en að GEF veiti þeim starfsleyfi.

Fw: Notendaráð fatlaðs fólks í sveitarfélögum/félagsþjónustusvæðum.pdf

Umsókn um starfsleyfi vegna þjónustu við fatlað fólk.pdf

3. 201905102 - Reglur um NPA 2019

Nýjar reglur Mosfellsbæjar um NPA lagðar fyrir notendaráð fatlaðs fólks til umsagnar.

Farið yfir reglur Mosfellsbæjar um NPA.

Bætt inn "að jafnaði" í d. lið 1. mgr. 4. gr.

Lítilsháttar orðalagsbreytingar gerðar.

Að öðru leyti voru ekki gerðar athugasemdir við reglurnar.

Drög að reglum um NPA yfirlesnar eftir tillögur Sambandsins.pdf

Fleira ekki gert.