Fara í efni

Notendaráð fatlaðs fólks

15. fundur 10. nóvember 2021 kl. 16:30 - 18:00 Bókasafni Mosfellsbæjar
Nefndarmenn
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson aðalmaður
  • Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir formaður
  • Sveinbjörn Benedikt Eggertsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Elva Hjálmarsdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði: Elva Hjálmarsdóttir ráðgjafi á fjölskyldusviði

Dagskrá:

Almenn erindi

1. 202111083 - Beiðni til notendaráðs um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi

Beiðni til notendaráðs um umsögn vegna umsóknar um starfsleyfi tekin til umræðu

Lagt fram og kynnt fyrir ráðinu.

2. 202012101 - Reglur um akstursþjónutu fatlaðs fólks 2020

Drög að reglum Mosfellsbæjar um akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir til umræðu.

Drög að reglum kynnt fyrir ráðinu.

Ráðið vill koma á framfæri tillögu vegna þeirra svæðatakmarkana sem talin eru upp í drögum að reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks.

Í drögunum segir að ferðatími farþega skuli ekki fara yfir 60 mínútur í senn og bendir ráðið á að hægt væri að víkka möguleg þjónustusvæði og veita þar með undanþágu frá skilgreindum svæðum væri áætlunarstaður innan þessa 60 mínútna ramma.

3. 202003246 - Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Mosfellsbæ

Drög að reglum um stoðþjónustu lagðar fyrir

Drög að reglum kynnt fyrir ráðinu.

4. 202106342 - Lengri viðvera fatlaðra grunn- og framhaldsskólanema

Nýtt frístundaúrræði í Mosfellsbæ fyrir fötluð börn 10-20 ára lagt fram til kynningar. Máli vísað til notendaráðs frá bæjarráði.

Frístundaklúbburinn Úlfurinn kynntur fyrir ráðinu og starfsemi hans rædd.

Minnisblað vegna stofnunar frístundaklúbbs.pdf

Úlfurinn.pdf