Fara í efni

Orkunefnd

227. fundur 18. júní 2008 kl. 19:41 - 19:41 Eldri-fundur

Ár, 2008 þann 18. júní er haldinnfundur í samgöngu-og orkunefnd.

Mættir eru Jón Gíslason, Einar Guðbjörnsson og Hermann Ingólfsson. Jafnframt eru mættir Sigurbjörn Hjaltason oddviti og Kristján Sæmundsson jarðeðlisfræðingur.

 

Fundamenn hittust á heimili formanns nefndarinnar að Hjalla þar sem var farið yfir niðurstöður hitastigulsmælinga í nýboruðum rannsóknarholum, einni innan við Eyjatjörn og þremur við Möðruvelli. Var síðan farið á vettvang borananna og gerðar hæða-og staðsetningarmælingar. Kristján lagði til að boraðar yrðu 2 nýjar holur vestan þeirra sem boraðar hafa verið við Möðruvelli, en niðurstöður mælinga í þeim benda til þess að heitt vatn kunni að leynast þar í jörðu. Þá leggur hann til að boruð verði ein rannsóknarhola,meðan beðið er niðurstaðna við Möðruvelli, ofan Ásgarðs til að freista þess að finna Hvammsvíkuræðina. Að því loknu gæti verið nauðsynlegt að bora enn eina holu við Möðruvelli til að finna hárréttan stað fyrir hugsanlega virkjunarholu.

Ekki er talið tilefni til að bora rannsóknarholu sunnan Hjarðarholts, en þar hefur verið boruð hola af einkaaðila.í Þúfulandi.