Fara í efni

Orkunefnd

272. fundur 13. maí 2009 kl. 12:06 - 12:06 Eldri-fundur

Ár, 2009 þan 13. maí er haldinn fundur í samgöngu-og orkunefnd Kjósarhrepps

 

Mættir eru Hermann Ingólfsson, Jón Gíslason og Einar Guðbjörnsson.

Sigurbjörn Hjaltason oddviti skrifaði fundagerð.

 

 Fundargerð:

 

1.       mál

Lögð fram ný drög að samningi sem lögð verða fram gagnvart landeigendum af hálfu samgöngu og orkunefndar Kjósarhrepps. Drögin hafa veri unnin í samráði við Ólaf G. Flóvenz,forstjóra Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) og taka til áframhaldandi rannsókna og ramma að ítarlegri samningi um virkjun og dreifingu heits vatns.

 

Drögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar

 

Samþykkt að nefndin  hafi samband við viðkomandi jarðaeigendur eða fulltrúa þeirra og kynni þeim samningsdrögin og freista þess að ná formlegum samningum.

 

Þá var samið og samþykkt bréf til landeigenda sem nefndin eða fulltrúi hennar afhendi viðkomandi  jarðareiganda.

 

 

 

 

Fleira ekki gert-fundi slitið