Fara í efni

Orkunefnd

281. fundur 24. ágúst 2009 kl. 13:22 - 13:22 Eldri-fundur

Ár, 2009 þann 24. ágúst er haldinn fundur í Samgöngu- og orkunefnd Kjósarhrepps í Ásgarði

Mæting: Jón Gíslason, Einar Guðbjörnsson, Hermann Ingólfsson formaður og Sigurbjörn Hjaltason hreppsnefndaroddviti sem ritaði gjörðir fundarins.

Þá voru mættir eigendur Möðruvalla 1 og Möðruvalla 2 í Kjósarhreppi auk Ólafs Flóvenz frá Íslenskum orkurannsóknum (Ísor).

 

Hermann bauð fundarmenn velkomna og fór yfir tildrög fundarins sem er drög að samningi um rannsóknir og rammi um ítarlegri samning ef til vatnsöflunar kemur.

 

Fyrst var farið yfir samningsdrög sem nefndin leggur til sem unnin hafa verið í samvinnu við Ísor og jafnframt breytingatillögu frá Sigurði Guðmundsyni. Jarðeigendur eru sammála um að gerður verður einn sameiginlegur samningur. Gera þarf ráð fyrir að sá sem á landið sem virkjun fer hugsanlega fram á að sá eigandi fær tekjur af samningnum sem lítur að landnotkun ofan jarða þó svo öll réttindi til vatnsins sé sameiginleg.

 

Þá var nokkuð rætt um framsalsákvæði samningsins  en um það voru nokkuð skiptar skoðanir. Niðurstaða varð að Ólafur Flóvenz og lögmaður Sigurðar á Möðruvöllum 1 hefðu samráð við útfærslu þess atriðis.

 

Varðandi endurgjald í heitu vatni er talið rétt að miða við 80 gráður og að bæirnir fái að hámarki 30 ltr./mín hvor um sig. Vatnsmagn umfram það yrði keypt af veitufélagi samkvæmt almennri gjaldskrá. 

 

Samþykkt að í samninginn verði settur almennur fyrirvari varðandi hugsanlega hávaðamengun.

 

Viku nú jarðeigendur af fundi og rituðu nöfn sín til staðfestingar.

 

Fundi slitið