Fara í efni

Orkunefnd

297. fundur 15. janúar 2010 kl. 17:59 - 17:59 Eldri-fundur

Mættir eru nefndarmennirnir; Hermann Ingólfsson, Jón Gíslason og Einar Guðbjörnsson.

Þá eru mættir frá ISOR Ólafur Flóvenz og Kristján Sæmundsson.

Oddviti hreppsins var fengin til að rita fundagerð.

 

 

1.       Staða samningamála af framhaldi frá síðasta fundi.

Ólafur Flóvenz hefur fyrir hönd hreppsins unnið að því að ná samkomulagi, við landeiganda Möðruvalla I og Möðruvalla II, sem væri ásættanlegt fyrir báða aðila. Þær umleitanir hafa ekki borið ásættanlega niðurstöðu  þrátt fyrir að Kjósarhreppur hefur komið verulega á móts við kröfur landeigenda. Telur Ólafur nauðsynlegt að kanna  möguleika á orkuöflun á nærliggjandi löndum, þar sem samningsgerð sé ekki fyrirstaða.  

 

 

Fleira ekki gjört-fundi slitið