Fara í efni

Orkunefnd

337. fundur 08. október 2010 kl. 13:40 - 13:40 Eldri-fundur

Fundargerð fundar 12. júlí 2010
Fyrsti fundur nýrrar Orkunefndar
Á fundinn voru mætti Einar Guðbjörnsson, Jón Gíslason og Óðinn Elísson.
Fyrsta verk nefndarinnar var að skipta með sér verkum.

Formaður var valinn Einar Guðbjörnsson, Óðinn Elísson var valinn ritari og Jón Gíslason meðstjórnandi.

Fyrir nefndinni lá að afgreiða mál er laut að fyrirliggjandi samningsdrögum milli Kjósarhrepps og landeigendur Möðruvalla I og II vegna jarðhitaleitar og jarðhitarannsókna á jörðinni Möðruvellir I. Það var niðurstaða fundarins að beina því erindi til sveitarstjórnar að ganga formlega frá fyrirliggjandi samningsdrögum og gera samning við landeigendur á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
Þá ræddu nefndarmenn almennt um næstu skref í hitaveitumálum fyrir hreppinn.
Fundi slitið