Fara í efni

Orkunefnd

387. fundur 08. nóvember 2011 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur

 

Sameiginlegur fundur hreppsnefndar og orkunefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði þriðjudaginn 25 okt.2011. kl. 20:30.

Mætt Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason, Þórarinn Jónsson, Rebekka Kristjánsdóttir, Einar Guðbjörnsson,Jón Gíslason og Óðinn Elísson. Guðný Ívarsdóttir boðaði forföll.

 

Farið yfir stöðuna sem er  eftir  leit að heitu vatni undanfarin ár í hreppnum.

Fyrir liggja skýrslur frá Ísor um leit að heitu vatni og rannsóknarholur, Verkís um forhönnun hitaveitu í Kjósarhreppi og greinagerð um arðsemi hitaveitu unnið af WVS-verkfræðiþjónusta.

Rætt um möguleika á uppbyggingu á hitaveitu  og næstu skref.

Farið yfir tímamörk í samningi við landeigendur Möðruvalla og ákveðið að óska eftir  lengri frest á nýtingu virkjunarholu ef  árangur næst við borun slíkrar holu.

Fyrir liggur að stafesta lánsumsókn Kjósarhrepps um víkjandi lán til Orkusjóðs vegna borunar virkjunarholu til að taka af óvissu um árangur jarðhitaleitar.

Ákveðið að ráðast í borun á virkjunarholu á forsendum tilboðs frá frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða ef breytingar á tímamörkum samnings við landeigendur ná fram að ganga, einnig að fyrir liggji jákvætt svar frá orkusjóði um lán vegna borunar.

Fleira ekki bókað fundi slitið kl.22:30.