Fara í efni

Rit-og útgáfunefnd

308. fundur 25. mars 2010 kl. 15:46 - 15:46 Eldri-fundur

Ár 2010, 25. mars er haldinn fundur í ritnefnd Kjósarhrepps í Ásgarði.

Mættir eru Gunnar Kristjánsson,Pétur Lárusson, og Sigurbjörn Hjaltason.

Þá var mættur Gunnar Sveinbjörn Óskarsson arkitekt og sagnfræðinemi.

 

 

Gunnar Sveinbjörn Óskarsson gerði grein fyrir sér og  fór yfir bakgrunn sinn. Skiptust menn á sjónarmiðum varðandi hvaða efni ætti að taka fyrir. Menn eru sammála um að einblína í upphafi sérstaklega á tímabilið 1874-1960. Flest grunngögn eru til verðandi það tímabil sem er viðburðaríkt í sögu sveitarinnar. Nokkuð er hægt enn að fá heimildir frá eldra fólki. Ákveðið að Gunnar Sveinbjörn tæki saman áætlun um umfang verksins og hugsanlegan kostnað og kæmi til nefndarinnar. Þetta verkefni væri einn hluti að byggðarsögu Kjósarhrepps en ekki sjálfstæð útgáfa.

Fleira ekki gert- fundi slitið