Fara í efni

Rit-og útgáfunefnd

354. fundur 16. febrúar 2011 kl. 09:25 - 09:25 Eldri-fundur

Rit- og útgáfunefnd – fundargerð 15. febrúar 2011

Nefndin kom saman að Borgarhóli þann 15. febrúar kl 16:00. Mættir voru Sr. Gunnar Kristjánsson, Pétur Lárusson og Ólafur Engilbertsson sem ritaði fundargerð. Gunnar S. Óskarsson kom á fundinn er á leið.

 

Fyrsta og eina málið á dagskrá var að ganga frá samningi um ritun á byggðarsögu Kjósarhrepps frá árinu 1875 til 1960.

Í samræmi við tilmæli hreppsnefndar var gerður verktakasamningur við Gunnar S. Óskarsson um söguritunina.  Gunnar hyggst hefja heimildaöflun og skráningu nú þegar og verður í samráði við ritnefnd um þá tilhögun og við hreppsnefnd um aðgang að Ásgarði. Um uppgjör við Gunnar fer eftir samkomulagi við hreppsnefnd. Í verkinu verða nafnaskrá, atriðisorðaskrá, jarðaskrá og ábúendatal og tekin verða viðtöl við sögufróða Kjósverja. Miðað er við 300 blaðsíðna handrit. Áætluð verklok eru í september 2012.