Fara í efni

Rit-og útgáfunefnd

414. fundur 23. júlí 2012 kl. 09:40 - 09:40 Eldri-fundur

Rit-og útgáfunefnd, fundur nr. 7

Dags. 17.7.2012

Rit- og útgáfunefnd – fundargerð 28. júní 2012.

Nefndin kom saman í Ásgarði fimmtudaginn 28. júní kl 16:30. Mættir voru Sr. Gunnar Kristjánsson, Pétur Lárusson og Ólafur Engilbertsson sem ritaði fundargerð. Gunnar S. Óskarsson (GSÓ) mætti einnig á fundinn og Halla Lúthersdóttir sat fundinn í byrjun en fór kl 17.

Eina málið á dagskrá var að ræða framvindu ritunar á byggðarsögu Kjósarhrepps sem Gunnar S. Óskarsson ritar.

Rætt var um öflun mynda og stöðuna á skjalasafni Kjósarhrepps. Halla Lúthersdóttir hefur verið í því að flokka skjöl hreppsins frá því í apríl og er jafnframt í hlutastarfi fyrir Kjósarstofu. Ákveðið að hafa samstarf við Kjósarstofu um að auglýsa eftir myndum af bæjum. Kjósarstofa hefur þegar auglýst eftir gömlum myndum og eru þær að berast til skönnunar. Úrval mynda verður sett á sýningu í júlí og þá verður frekara átak gert í myndaöflun og ákveðið hvort taka þurfi myndir af stöðum sem vantar myndir af. Rætt um myndasöfn og hvar væri helst að leita mynda. Þegar hefur verið haft samband við Þjóðminjasafnið og myndir eru komnar þaðan.

GSÓ lagði fram endurskoðuð drög að efnisskipan. Efnisskipanin er í tímaröð frá 1874-1960 en samt þematísk samkvæmt tillögu GSÓ. Hver áratugur fær einn kafla og þar er fjallað um þemu á borð við ræktun, bústofn, húsakynni, samgöngur, fræðslumál, hlunnindi, stjórnsýslu, samfélagið, félagsmál og breytta tíma. Dómsmál á borð við Möðruvalladeiluna og Laxvogsdeiluna eru dæmi um mál sem koma inn í marga kafla þar sem þar eru atriði sem skara marga efnisflokka. Rætt var um hversu ítarlega skyldi fjallað um jarðir og ábúendur og ákveðið að miða skuli við jarðir í byggð við upphaf og lok þess tíma sem fjallað er um, fremur stuttar lýsingar.

Rætt var um að endurskoða samningstextann og framlengja ritunartímann og miða lok verks og útgáfu við september 2013.

Fundi slitið kl 18.30.