Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

255. fundur 02. febrúar 2009 kl. 14:04 - 14:04 Eldri-fundur

9. fundur í upplýsinga og fjarskiptanefnd. 2. febrúar 2009

 

Mætt voru: Jóhanna Hreinsdóttir, Pétur Gíslason og Þórarinn Jónsson

 

  1. Mál. Drög að samþykkt fyrir heimasíðu Kjósarhrepps

 

Nefndin var sammála um að leggja eftirfarandi drög til við hreppsnefnd:

 

 

Samþykkt  fyrir heimasíðu Kjósarhrepps kjos.is

 

Kjos.is er vefsíða sveitarfélagsins Kjósarhrepps

Málefni síðunnar heyrir  beint undir hreppsnefnd Kjósarhrepps

 

Kjósarhreppur  ber endanlega ábyrgð á því efni sem birtist á vefnum komi til málshöfðunar vegna heimasíðunnar.

Skrifstofa Kjósarhrepps skal setja inn á síðunna allt það efni sem er tilgreint er í ritstjórnarstefnu síðunnar og tilheyrir hreppnum.

Hreppsnefnd  ræður ritstjóra sem er jafnframt vefstjóri heimasíðunnar.

Ritstjórnarstefna síðunnar skal mótuð af hreppsnefnd og skal hún vera aðgengileg á forsíðu heimasíðunnar.

Allir kjörnir hreppsnefndarmenn hafa stöðu vefara og geta sjálfir sett inn efni á mið-forsíðu á síðunni.

Ritstjóra heimilt að úthluta einstaklingum stöðu vefara.

Allir sem hafa stöðu vefara skulu undirrita það efni sem þeir setja inn og merkja það   fangamerki og bera ábyrgð á þeim.

 

 

  1. Mál. Tillaga til hreppsnefndar að ritstjórnarstefnu fyrir kjos.is

 

 

Nefndin var sammála um að leggja eftirfarandi tillögu að ritstjórnar stefnu fyrir hreppsnefnd:

 

 

Tillaga að ritstjórnarstefnu heimasíðu Kjósarhrepps

Inn á heimasíðuna skulu settar aðgengilegar upplýsingar fyrir þá sem síðuna nota.

Til þeirra telst;

 

A) upplýsingar um stjórnsýslu Kjósarhrepps, fundargerðir hreppsnefndar og nefnda,  umsóknareyðublöð og gildandi samþykktir og reglur ásamt tilkynningum.

 

B) atburðadagatal til frjálsra nota um hverskonar viðburði, uppákomur og fundi í hreppnum.

C) aðsendir pistlar

 

D) staðbundinn fróðleikur

 

E) krækjur á heimasíður þjónustuaðila í hreppnum og valdra aðila sem tengjast hreppnum

 

F) annað það sem ritstjóri ákveður hverju sinni.

 

Gæta skal þess að upplýsingar um stjórnsýslu og annað séu ætíð uppfærðar eftir breytingar,

þannig að treysta megi því að þær upplýsingar sem þar er að finna séu réttar.

 

Birta skal fundargerðir sveitarstjórnar á heimasíðunni ekki síðar en næsta virka dag eftir fund.

Fundargerðir nefnda skulu birtar eins fljótt og unnt er, en birta skal þann fyrirvara að nýjustu

fundargerðir nefnda gætu átt eftir að fá endanlega staðfestingu sveitarstjórnar.

 

Á forsíðu má birta tilkynningar, enda skulu þær merktar sem slíkar. Með tilkynningum er átt

við t.d. auglýsingar um spilakvöld, messur, tónleika og aðra viðburði og uppákomur.

 

Allir kjörnir hreppsnefndarmenn hafa stöðu vefara og geta sjálfir sett inn efni á mið-forsíðu s.s. fréttir og tilkynningar

Jafnframt er ritstjóra heimilt að úthluta einstaklingum stöðu vefara.

Allir sem hafa stöðu vefara skulu undirrita það efni sem þeir setja inn með fangamerki.

Gæta skal þess að halda heimasíðunni lifandi með því að setja reglulega inn á hana  fréttir.

 

Aðsendir pistlar þurfa að standast ritstjórnarstefnu síðunnar og vera merktir höfundi

 

Lesendum síðunnar er heimilt að tjá sig á heimasíðunni um einstakar fréttir, en það skal ætíð gert með nafni og heimilisfangi þess sem skráir inn álit sitt. Vefstjóra er heimilt að fjarlægja álit sem er ekki undirritað eða telst meiðandi eða til vansæmdar á einhvern hátt, jafnframt efni sem tengist ekki viðkomandi frétt. Þá er rit-og vefstjóra heimilt  að loka fyrir að hægt sé að skrifa álit við fréttir verði um ítrekaðar innsetningar sem ekki eru í samræmi við ritstjórnarstefnu síðunnar.

 

Vefstjóra er ávalt heimilt að fjarlægja efni sem berst inn á síðuna  enda sé efnið ekki  í samræmi við ritstjórnarstefnu síðunnar.

Komi upp álitamál varðandi aðsent  efni og álit við fréttir skal það tekið út og tekur  hreppsnefnd ákvörðun á næsta fundi sínum um hvort efnið sé birt að nýju og eða hvort ákvörðun ritstjóra standi.

Allt efni sem tekið er með þessum hætti út af vefnum eða ekki birt skal skrifað út og varðveitt á skrifstofu Kjósarhrepps, þar sem hver sem er getur haft aðgang að.

 

Fjölmiðlum er heimilt að birta fréttir af heimasíðu Kjósarhrepps án sérstaks leyfis, enda

skal heimildar getið.

 

Tilgreina skal ábyrgðarmann heimasíðunnar á síðunni sjálfri.

 

 

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið.