Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

384. fundur 27. október 2011 kl. 12:07 - 12:07 Eldri-fundur

Samgöngu- og fjarskiptanefnd
Dags: 22.september 2011

Mætt:
Sigurður Ásgeirsson (Hrosshóli), Einar Hreiðarsson (Traðarholti) og Sigríður Klara Árnadóttir (Klörustöðum).

Fundur haldinn að Hrosshóli.

Nefndarmenn hafa verið í síma- og tölvusamskiptum reglulega frá síðasta fundi. 

 

Samgöngumál
Mikið hefur verið reynt að ná fundi með Vegamálastjóra en án árangurs. Nú síðast óskaði hann eftir samantekt um málið til að ákveða með framhaldið.  Unnið var að samantekt á fundinum, þar sem listað er upp algjörlega óviðunandi ástand vega og vegatenginga í Kjósinni, bæði í máli og myndum.

 

Fjarskiptamál
Erindi barst nefndinni frá ábúendum í Miðdal, varðandi netsambandsleysi. Netsamband liggur niðri vegna þess að sendibúnaðurinn fyrir Miðdal og Morastaði, er staðsettur að Tindstöðum, þar sem enginn býr lengur og búið er að taka rafmagn af húsinu með þeim afleiðingum að sendibúnaðurinn er óvirkur. Við nánari athuguna á málinu kom í ljós að oddvitinn hefur núþegar verið í sambandi við þjónustuaðilann Emax sem á og rekur búnaðinn. Skv. upplýsingum frá Emax er málið komið eins langt þar innanhúss og hægt er en strandar á hver sé tilbúinn að borga þann kostnað sem fylgir því að færa búnaðinn og setja hann upp á öðrum stað.
Nefndin ákvað í framhaldinu að hafa samband við fleiri þjónustuaðila og ganga í það að kanna varanlega framtíðarlausn varðandi netsamband. Þráðlaus tækni er alltaf hár kostnaður auk þess að vera afskaplega háð veðri, vindum – og rafmagni.

Fundi slitið
Sigríður Klara Árnadóttir