Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

457. fundur 04. apríl 2013 kl. 10:30 - 10:30 Eldri-fundur

Dags. 11.mars 2013

Mættir: Sigurður Ásgeirsson, formaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps, Óðinn Elísson og Hörður Guðbrandsson landeigendur við Kjósarskarðsveg, Erlingur Freyr Jensson deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar og Svanur Bjarnason svæðisstjóri Vegagerðarinanr. Einnig kom Páll Halldórsson rekstrarstjóri Vegagerðarinanr á Selfossi inn á fund í lokin

 

Fundarstaður: Í húsnæði Vegagerðarinnar á Selfossi

 

Umræðuefni var fyrirhuguð endurbygging Kjósarskarðsvegar ásamt almennu viðhaldi og þjónustu við vegi í Kjós

1.       Hörður fór yfir forsögu varðandi endurbætur á Kjósarskarðsvegi sem margoft hefur verið frestað að hans sögn. Í gildandi langtíma samgönguáætlun er gert ráð fyrir 300 mkr á 2.tímabili og 400 mkr á 3.tímabili til framkvæmda við veginn. Í tillögu að samgönguáætlun 2013-2016 sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir 300 mkr. til vegarins árið 2016. Kostnaður við hann er áætlaður um 700 mkr og voru fundarmenn sammála um að reyna að skoða leiðir til að draga úr þeim kostnaði. Hönnun er tilbúin fyrir þennan ca 12 km langa kafla sem eftir er að koma bundnu slitlagi á og er brýnt að flýta framkvæmdum. Að öðrum kosti að styrkja einhvern hluta vegarins og keyra í hann malarslitlagi þar sem ekkert efni er í honum til að hefla. Nokkur ræsi eru of stutt, t.d. við afleggjara að Hækingsdal og einnig er stíflað ræsi í afleggjara að Írafelli og rennur þá vatn yfir veginn. Vegurinn er sæmilegur þessa dagana en holur myndast fljótt og var hann orðinn mjög slæmur. Um daginn fór bíll útaf og var það hreinlega rakið til þess að ökumaður missti stjórn á honum út af öllum holunum. Vegagerðin brást vel við ábendingunni í það sinn og heflað um leið og hægt var.
Mjög algengt er að rútur stoppi á veginum á móts við Þórufoss til að hleypa fóli út til að skoða fossinn. Loka þær þá fyrir umferð á veginum. Plan sem þarna er er of lítið til að rútur geti farið út á það. Hóll sem jafna mætti út í landi Fremra-Háls væri upplagður til að útbúa stærra plan. Þarf þó að gera í samráði við landeiganda.
Kjósarskarðsvegur er mikilvægur sem varavegur fyrir Hringveg nr. 1, þegar hann teppist vegna veðurs eða slysa og einnig vegna þungatakmarkana á brú Hvalfjarðarvegi.
Skv. talningu Vegagerðarinnar fara að meðaltali 150 bílar á dag um Kjósarskarðsveg.

2.       Girðingar meðfram Hvalfjarðarvegi. Girðingu vantar fyrir land Skorhaga. Fulltrúar Vegagerðarinnar bentu á að það er á ábyrgð landeiganda að sækja um girðinu með fram veginum til Vegagerðarinnar.

3.       Farið var yfir áður innsendar myndir af ástandi vega víðsvegar um Kjósarhrepp, víða er þarf að laga.

Stefnt er að því að fundarmenn fari í skoðunarferð um svæðið.

Fundi slitið

Sigurður Ásgeirsson, ritari