Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

458. fundur 30. júlí 2013 kl. 10:32 - 10:32 Eldri-fundur

Dags. 25. júlí 2013

Mætt:
F.h. Samgöngu- og fjarskiptanefndar: Sigurður Ásgeirsson og Sigríður Klara Árnadóttir
F.h. Vegagerðarinnar á Selfossi: Guðmundur Guðleifsson

Fundarstaður: Hrosshóll auk vettvangsferðar um Kjósina

 

Farið var yfir stöðu mál frá síðasta fundi og ótal símtölum sem fylgdu í kjölfarið.
Guðmundur viðurkenndi að hann hefði viljað að meira væri búið að gera, búið er að skera mikið niður til vegagerðar en það væri um að gera að vera bjartsýnn og ekki gefast upp.

Farið var yfir mölun (hörpun) á vegi að Írafelli og í áframhaldi var farið yfir staðsetningu ræsa sem eru of þröng.

Fundarmenn fóru í skoðunarferð, litu á ræsin á Eyrunum við Hækingsdal og við Írafell, alls 4 ræsi.
Síðan var keyrt áfram um Kjósina á ítrekað það sem áður var búið að ræða og senda inn myndir af.

Guðmundur lofaði að taka málin áfram innan Vegagerðarinnar. Samgöngu- og fjarskiptanefnd mun halda áfram að fylgja eftir þörfinni fyrir bættum samgöngum í Kjósarhreppi.

 

Fundi slitið

Sigríður Klara Árnadóttir, ritari