Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

461. fundur 04. desember 2013 kl. 10:36 - 10:36 Eldri-fundur

Dags. 24. október 2013 

Mættir:
Frá Sjálfsstæðisflokknum komu þau: Bjarni Benediktsson, Ragnheiður Ríkharðssdóttir, Elín Hirst, Vilhjálmur Bjarnason og Óli Björn Kárason.  Framsóknarmennirnir Willum Þór Þórsson og Sigurjón Norberg Kjærnested komu, Ögmundur Jónasson frá Vinstri grænum og Guðmundur Steingrímsson frá Bjartri framtíð.  Engin hafði  tök á að mæta frá Samfylkingunni og Pírötum.

 Frá Kjósarhrepp mættu þau:  Guðmundur Davíðsson, Sigurbjörn Hjaltason, Guðný G Ívarsdóttir og Sigurður Ásgeirsson, formaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar

Hreppsnefnd kynnti fyrir þingmönnum  framkvæmd hitaveitumála í hreppnum, 
stöðu  samgöngumála og ítrekaði enn og aftur hvort ekki væri hægt að setja fjármagn í að klára uppbyggingu Kjósarskarðsvegar  með varanlegu slitlagi en Kjósarskarðsvegur er varaleið ef óhapp/slys verður á Kjalarnesi og fyrir þá þungaflutninga sem ekki mega fara yfir brýrnar yfir Köldukvísl  og Laxá í Kjós.                                    

Einnig var komið inn á fjarskipamálin í hreppnum.  Kom það þingmönnum verulega  á óvart hversu lélegt GSM símasambandið væri í Kjós en í ljós kom að sambandið slitnaði oft hjá þeim frá Tíðarskarði að Ásgarði. Þingmönnum kom  líka á óvart að aðeins RUV sjónvarp næðist hjá stórum hluta íbúa Kjósarhrepps og ekki væri  alls staðar nettenging og þó  í svona mikilli nálægð við höfuðborgarsvæðið. En engu að síður góður og málefnalegur  fundur en í lokin ákváðu svo framsóknarþingmennirnir að aka Kjósarskarsveginn til baka en ekki hefur freknast hvernig þeim reiddi af.

 

Fundi slitið

Sigurður Ásgeirsson, ritari