Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

463. fundur 04. desember 2013 kl. 10:39 - 10:39 Eldri-fundur

Dags. 20. nóvember 2013

Mætt: Sigurður Ásgeirsson (formaður), Sigríður Klara Árnadóttir (ritari)
Fundarstaður: Hrosshóll

Farið yfir stöðu mála varðandi samgöngumál- og fjarskiptamál í sveitinni. Ýmislegt hefur áunnist á árinu en ennþá vantar töluvert upp á og vega samgöngumálin þar þungt.

Sigurður er búinn að vera í miklu sambandi við Vegagerðina og heldur þeim við efnið.

Nefndin er að vinna að skýrslu um stöðu mála ásamt ýtarlegri úttekt á einstökum málum, sem tengjast bæði samgöngu- og fjarskiptamálum sveitarinnar.

Skýrslan verður send til Hreppsnefndar Kjósarhrepps þegar henni er lokið

Fundi slitið

Sigríður Klara Árnadóttir, ritari