Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

646. fundur 29. október 2018 kl. 19:30 - 19:30 Eldri-fundur

Fundur í  Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarði kl. 19:30.

 

 Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðmundur Davíðsson, meðstjórnandi og Guðmundur Páll Jakobsson ritari.

Einnig var mættur Karl Kristjánsson oddviti hreppsins.

 

1. Vetrarþjónusta Kjósarhreppi. Fara yfir fund við Vegagerðina þann 18. okt. vinna drög að áætlun og ferlum vegna vetrarþjónustu 2018-2019.

 

Regína lagði fram minnisblað vegna fundar sem haldinn var með Vegagerðinni þann 18. október sl. Umræða var um frekari þjónustu á svæðinu.

 

2. Umferðaöryggisáætlun. Fara yfir fund við VSÓ þann 18. okt og undirbúa komandi verkþætti því tengdu.

 

Regína lagði fram fundargerð frá fundi þann 18. október með VSÓ. Þar kom fram að Regína og Karl hefðu gengið frá skriflegum samningi milli aðila um gerð umferðaröryggisáætlun Kjósarhrepps. Settur var saman samráðshópur til að fjalla um umferðaröryggisáætlun. Á fundinum með VSÓ var Slysavarnarfélagið Kjölur tilnefndur í hópinn ásamt Hermanni Ingólfssyni sem sér um skólaakstur í sveitarfélaginu.  Jafnframt var formaður Samgöngu- og fjarskiptanefnd tilnefndur samráðshópinn. Umræða var um að tilnefna fleiri fulltrúa í þennan samráðshóp, s.s. fulltrúa íbúa og hestamanna.

 

Ákveðið var að skipa Guðmund Davíðsson sem fulltrúa hestamanna og Guðmund Pál Jakobsson sem fulltrúa íbúa í samráðshópinn.

Fulltrúar í samráðshópnum verður boðaður til fundar eftir 20. janúar 2019 og áætluð verklok í apríl 2019.

 

3. Önnur mál

Tekin var fyrir áætlun Vegagerðarinnar á heflun vega í Kjósarhreppi og niðurstaðan var að Regína og Karl skoði þá áætlun betur.

 

Næsti fundur verður boðaður sérstaklega.

Fundi slitið kl. 21:15  GPJ