Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

6. fundur 26. mars 2019 kl. 20:00 - 21:30 Eldri-fundur

Samgöngu - fjarskiptanefnd, fundur nr. 6

Dags. 26.03.2019

Fundurí  Samgöngu- og fjarskiptanefndar Kjósarhrepps haldinn í Ásgarðikl.20:00.

 Mætt: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir, formaður, Guðmundur Davíðsson, meðstjórnandi og Guðmundur Páll Jakobsson ritari. Einnig var mættur Karl Magnús Kristjánsson oddviti hreppsins.

Dagskrá

1)      Eyrarfjallsvegur (460) – Miðdalur

Fundur með íbúum sumarbústaðaeiganda vegna Eyrarfjallsvegar (460). Mættir voru 13 fundarmenn til viðbótar við ofangreinda.  Sjá meðfylgjandi mætingablað.

 

Fundarmenn lýstu áhyggjum sínum vegna ástand vegarins og bentu sérstaklega á að umferð hafi aukist talsvert um þennan veg og töldu veginn hættulegan. Smárútur stoppa á ótryggum stöðum og skapast töluverð hætta á veginum. Einnig var bent á það að skólarútan færi þarna um. Fundarmenn veltu fyrir sér hvort einhverjar framkvæmdir eða úrbætur væru fyrirhugaðar.

 

Niðurstaða: Ákveðið var að nefndin myndi hafa samband við Vegagerðina til að koma þessum áhyggjum á framfæri. Fyrir liggur að Vegagerðin ætlar í framkvæmdir á veginum strax á vormánuðum og er það í forgangi hjá henni, nefndin telur rétt að boða Svan Bjarnason svæðisstjóra til fundar áður en farið er í framkvæmdir.

 

2)      Önnur mál

Engin önnur mál

 

Næsti fundur verður boðaður sérstaklega.

Fundi slitið um kl.21:30 GPJ