Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

8. fundur 12. september 2019 kl. 20:30 - 22:15 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Guðmundur H Davíðsson varaformaður
  • Guðmundur Páll Jakobsson ritari
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Umferðaöryggisáætlun

1909006


VSÓ Ráðgjöf er að vinna að rannsóknarverkefni, sem styrkt er af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar um umferðaröryggisáætlanir sveitarfélaganna. Sveitarfélaginu var sendur spurningalisti.

2.Umferðaöryggisáætlun

1909006

Fara yfir áætlunina og ákveða næstu skref.
Áætlunin yfirfarin og rætt um næstu verkefni og áherslur.

3.Breikkun-Vesturlandsvegar

1909008

Að fyrirhugaður áningarstaður með upplýsingaskilti eigi ekki samleið með vigtunarplani þar sem þungaflutningum er beint inn og telur nefndin að upplýsingaskilti sé betur komið á plani við (innan við) gatnamót Hvalfjarðavegar, með biðskýli fyrir Strætó sem nýtist íbúum og ferðamönnum og sem hugsanlega tengingu við fyrirhugaða Borgarlínu. Í dag er töluvert um að ferðamenn, hjólreiðafólk og annað útivistarfólk leggi bílum sínum á smá útskoti fyrir neðan Tíðarskarðið.

Nefndin telur að einna akreina hringtorg við Hvalfjarðargöng komi ekki til með að greiða umferð frá Hvalfjarðavegi heldur muni mynda teppu á anna tímum.

4.Eyrarfjallsvegur

1909007

Nefndin ræddi ástands Eyrarfjallsvegar, sú vinna sem lögð var í hann í vor hefur ekki haldist, vegurinn er mjög holóttur, þvottabretti á löngum köflum og mikil drulla í veginum. Regína upplýsti að búið er að hafa samband við Vegagerðina og er beðið svara frá þeim.

Fundi slitið - kl. 22:15.