Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

7. fundur 02. maí 2019 kl. 20:00 - 21:20 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
  • Guðmundur Davíðsson meðstjórnandi
  • Guðmundur Páll Jakobsson ritari

1. Umferðaöryggisáætlun

Afgreiðsla: Framlögð drög af umferðaöryggisáætlun samþykkt samhljóma og leggur nefndin til að hreppsnefnd samþykki áætlunina á næsta fundi hennar þann 14. maí 2019.

2. Fundur með Vegagerðinni þann 17. apríl í Kjósinni.

Afgreiðsla: Regína gerði grein fyrir því sam fram fór á fundinum. Á þeim fundi sátu Regína formaður samgöngu- og fjarskiptanefndar, Karl Magnús oddviti, Svanur G Bjarnason svæðisstjóri suðurlands, Jóhann B Skúlason yfirverkstjóri.

Fundarefni var:
a. Staða og áætluð lok lagningar bundins slitlags um Kjósarskarð. Verkið hefst að nýju nú eftir páska og eru verklok áætluð xx.

b. Lagning slitlags á malarkafla Meðalfellsvegar.
Niðurstaða: Rætt var um að Vegagerðin klárði einnig vegakafla frá Kjósaskarðsvegi að Hrosshóli og jafnvel allan kaflann sem eftir er á Meðalfellsvegi, samkvæmt Vegagerðinni er ekki fyrirhugað að fara í áframhaldandi framlvæmdir á Meðalfellsveginum í framhaldi af Kjósaskarðsvegi þar sem ekki er til fjármagn til verkskins, KMK óskaði eftir því að Vegagerðin sendi inn kostnaðarmat á þessum kafla til Sveitarfélagsins.

c. Lagfæring (Eyrarfjallsvegur) Miðdalsvegar, ofaníburður og fleira.
Niðurstaða: Rætt var um þann möguleika sem er til í heimildum að leggja bundið slitlag á óuppbyggðanveg þar sem skólabíll fer um, samkvæmt Vegagerðinni er búið að ráðstafa öllu viðbótarfjármagni þar sem þessi heimild nær til og ekki fyrirhugað að leggja bundiðslitlag á þennan kafla, en bera á í veginn og hefla hann. RG benti á að allur sá kostnaður sem fer í endalausa reddingar með ofaníburði og heflun á veginum sem helst ekki nema í nokkrar vikur hljóti að kosta töluvert líka. Óskað var eftir því við Vegagerðina að þeir sendi áætlaðan kostnað við lagninu á bundnuslitlagi á veginum til Sveitarfélagsins.

3. Önnur mál

Óformleg umræða um stöðu á lagningu ljósleiðara var rædd og mögulega tímasetningu á verklokum.