Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

10. fundur 16. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:10 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Guðmundur H Davíðsson varaformaður
  • Guðmundur Páll Jakobsson ritari
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá

1.Snjómokstur í Kjósarhreppi 2020-2021

2010060

Fundað var með vegagerðinni í haust vegna snjómoksturs í sveitarfélaginu og var lögð áhersla á að búið yrði að moka frá Vesturlandsvegi síðastalagi fyrir kl. 7:30, að akstursleið skólabílsins væri rudd áður en skólabíllinn fer þar um.

2.Vefmyndavélar og Vindmælar

2002008

Vindmælir innan við Tíðarskarð er að fullu uppsettur og nú er búið er að koma fyrir í veginum mæla fyrir veghita og umferðateljara. Vefmyndavél er enn óuppsett og er það verkefni næst á dagskrá hvenær það verður liggur ekki fyrir.

3.Snjómokstur í frístundabyggðum

2101010

Hreppsnefnd samþykkir að fela samgöngu - og frjarskiptanefnd að skoða mögulega aðkomu hreppsins að snjómokstri í frístundabyggðum Kjósarhrepps.
Nefndin leggur til að ef hreppsnefnd vill láta fé í þennan málalið, verði sá stuðningur í formi styrks til sumarhúsafélaga en ekki bein þjónusta og félögin bera ábyrgð á þjónustunni. Nefndin telur einnig að mikilvægt að móta eigi reglur í kringum slíkan styrk.

4.Eyrarfjallsvegur

2002007

Eins og kunnugt er var lagt bundið slitlag á stuttan kafla frá Hvalfjarðarvegi við Fell í áttina að Blönduholti. Það var ekki hluti af áætlun um framkvæmdir á veginum heldur nefnt sem ákvörðunum að nýta efni sem ekki var notað á Meðalfellsveginn.
Nefndin leggur áherslu á að klárað verið að setja bundiðslitlag á allan Eyrarfjallsveginn sem fyrst.

5.Öryggisaðgerðir á Hvalfjarðarvegi

2102033

Vegagerðin hefur hafið verkefni sem varðar öryggisaðgerðir á Hvalfjarðarvegi. Fyrsti hluti var kafli frá Eyrakotslandinu að Útskálahamri verið er að laga til brattann frá vegi, þessum hluta er ekki lokið að sögn Vegagerðar þar sem eftir er að laga vegaxlir, setja ræsi og laga brot í vegi eftir þessa vinnu.

6.Önnur mál

2102032

Nefndin ræddi fjarskiptamál í sveitarfélaginu og þá staði sem ekki næst farsímasamband, nefndin telur brýnt að vinna að styrkingu á farsímakerfinu í sveitarfélaginu sem fyrst.

Fundi slitið - kl. 18:10.