Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

11. fundur 10. maí 2021 kl. 17:00 - 19:37 stóra fundarsal m. skjá
Nefndarmenn
  • Guðmundur H Davíðsson varaformaður
  • Guðmundur Páll Jakobsson ritari
  • Regína Hansen Guðbjörnsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti
Fundargerð ritaði: Regína Hansen Guðbjörnsdóttir Formaður
Dagskrá
Guðmundur Daníelsson ráðgjafi Leiðarljós ehf er gestur fundarins kl. 17:00

1.Ljósleiðarinn - Nægur hraði

2105015

Guðmundur Daníelsson fór yfir eðli, rekstur og notkun ljósleiðarakerfsins.
Borist hafa kvartanir frá notendum vegna hraða og gæða tengina.
Ljósleiðarinn er að öllu leiti sjálfbær og hvers konar truflanir eru því af öðrum ástæðum.

2.Farsímasamband í Kjósarhreppi

2105014

Farið var yfir stöðu mála með Guðmundi Daníelssyni.
Ræddir hvaða möguleikar væru fyrir hendi.
Guðmundur Daníelsson yfirgefur fundinn kl. 18:44

3.Kjósarhreppur og Vegagerðin samráðsfundur

2104061

Kjósarhreppur og Vegagerðin áttu samráðsfund 28. apríl síðast liðinn. Farið var yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru í sveitarfélaginu og einnig þær sem sveitarfélagið telur brýnt að fara í.
Niðurstaða:
Lagt fram
Niðurstöður samráðsfundar kynntar fyrir nefndinni.

4.Reglur um snjómokstur og hálkuvarnir í Kjósarhreppi

2105016

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki reglurnar

5.Gróður við vegi frá sumarhúsum

2002014

Niðurstaða:
Samþykkt
Nefndin er sammmála um að beina til Vegagerðarinnar að hreinsa og klippa gróður við vegi sem skerða útsýni í sveitarfélaginu og eru lóðareigendur hvattir til að huga að trjágróðri hjá sér sem nær inná vegi.

Fundi slitið - kl. 19:37.