Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

130. fundur 25. júní 2006 kl. 10:18 - 10:18 Eldri-fundur

Upplýsinga- og fjarskiptanefnd

1.fundur

Nefndarmenn: Hlöðver Ólafson, Jóhanna Hreinsdóttir og Þórarinn Jónsson

1.mál: Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Formaður var kosinn Hlöðver, varaformaður Jóhanna og ritari Þórarinn.

2.mál: Kynning oddvita á stöðu mála hjá Emax (þjónustuaðila þráðlauss netsambands). Ákveðið var að Hlöðver myndi tala við tæknistjóra Emax, og síðan fara í bíltúr um sveitina til að kortlaggja hvernig væri best að standa að uppsetningu endurvarpa svo öll sveitin gæti átt möguleika á tengingu.

3.mál: Athugun og umræða um GSM samband í sveitinni, ákveðið var að nota fyrrnefndan bíltúr til að kortleggja einnig hvar GSM er inni og hvar hann er úti.

4.mál: Heimasíðan kjós.is. Rætt var um framtíðartilhögun á henni og hvernig best væri að standa að vistun og uppfærslu á henni.
Ákveðið var að Hlöðver skyldi eiga fund með Erni Viðari Erlendssyni vefstjóra kjós.is um tilhögun og boða hann jafnvel á næsta fund upplýsinga og farskiptanefndar.

Fleira var ekki bókað að þessu sinni.