Fara í efni

Samgöngu- og fjarskiptanefnd

131. fundur 26. júlí 2006 kl. 10:19 - 10:19 Eldri-fundur

Upplýsinga og fjarskiptanefnd.
2. fundur haldinn þann 26 júlí 2006 að Kiðafelli í kjós.

Mættir voru:
Hlöðver Ólafson
Jóhanna Hreinsdóttir
Þórarinn Jónsson

Auk þeirra: oddviti Kjósarhrepps Sigurbjörn Hjaltason og frá Emax Hákon Óli Guðmundsson framkvæmdastjóri Emax og Karl Hálfdánarson tæknimaður.

1. mál

Kynntar niðurstöður úr ferð nefndarmanna með fulltrúa Emax (Karli). Rætt var um hvar væri best að koma fyrir speglum og sendum svo ná mætti til allra heimila í sveitinni.

Fulltrúi Emax (Karl) kynnti mjög ítarlega hugmyndir sínar um betrumbætt endurvarp. Hvar hentugast væri að setja spegla. Liggur þá fyrir að semja þurfi við nokkra aðila um að fá að setja loftnet á hús þeirra.
Hákon var búinn að taka saman gróflega kostnaðinn við betrumbætt endurvarp. Þörfin væri 4 stórir sendar á 400.000 kr. stykkið og 4 litlir sendar á 100.000 kr. stykkið eða samtals 2.000.000 króna.

Var hann einnig með uppkast að samningi milli Emax og Kjósarhrepps um að Emax myndi koma upp og reka þráðlaust net um alla sveit og fengi til þess styrk frá hreppnum. Nefndarmenn og Sigurbjörn lásu yfir drögin og komu með nokkrar athugasemdir. Hákon ætlar að koma með nýtt uppkast þar sem tekið er tillit til athugasemdanna.

Í hreppnum eru um 60 heimili og telur Hákon að það þurfi ca. 200 notendur til að kerfið verði sjálfbært. Nefndarmenn eru bjartsýnir á að notendum muni fjölga hratt og örugglega með bættri þjónustu.

Ræddar voru hugmyndir að höfða til sumarbústaðaeigenda. Bjóða þeim uppá “sumarpakka” þe. 3-6 mánaða áskrift. Tóku Emax menn ekki illa í það en sögðust þurfa að spá í einhverja tæknilegar lausnir.

Hlöðver kom með uppástungu um að Emax gæti komið með sundurliðaða “kostnaðaráætlun” sem væri áskrift, móttökubúnaður og uppsetning á honum frá þeim. Þráðlaus innanhússendir (router) fyrir þá sem óska og svo hvað tölva þarf að geta til að nota búnaðinn og kostnaður á henni. Þetta væri meira leiðbeinandi verð hver lágmarkskostnaðurinn væri, fyrir þá sem vilja tengingu en vita ekki hvað hún og búnaður sem henni þyrfti að fylgja myndi kosta. Karl og Hákon tóku vel í þessa hugmynd og sögðust myndu geta fundið það út fyrir þá sem það vilja.

Síðan varð bara almennt spjall yfir kaffibolla og ekki fleira bókað.