Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

186. fundur 03. október 2007 kl. 18:42 - 18:42 Eldri-fundur

 

Miðvikudaginn 3 október 2007  var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Kristján Finnsson, Pétur Blöndal, Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Bygginganefnd:

 

1. Níels Steinar Jónsson k.t. 110358-2969 Jöklafold 1  112 Reykjavík sækir um að byggja sumarhús á lóð nr. 1 í landi Þúfukots samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.

 

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

 

2. Theodóra Óladóttir 150949-4249 Þúfukoti  Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja sumarhús samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 4 ( Nýja kot) landi Þúfukots.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997. Athygli er vakin á að sumarhúsið er innan við 500m frá hænsnabúi.

 

 

3. Gunnar Auðunn Gíslason Mörkum 8  108  Reykjavík

sækir um leyfi til að byggja  sumarhús  samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóð nr. 2 í landi Þúfukots.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.

 

4. Ragnhildur Ragnarsdóttir K.t. 221160-5339 Eskivöllum 7. 220 Hafnarfirði

sækir um leyfi til að stækka  sumarhús sitt  samkvæmt meðfylgjandi teikningum á lóðinni nr. 21-23 við Eyjafell í landi Eyja 2.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

Skipulagsnefnd:

 

1.Tekin var fyrir endanleg afgreiðsla deiliskipulagstillögu í landi Háls, Raðahverfi.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir frístundabyggð í landi Háls, sem auglýst hefur verið öðru sinni. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsgögnin  samanstanda af eftirfarandi gögnum :

Uppdráttur dags. maí 2004

Skipulagsskilmálar dags. 10.05.2004

 

 Jafnframt er samþykkt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. okt. 2007. Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga.

 

2. Borist hefur bréf undirritað af Gunnari Leó Helgasyni f.h. Kraftunga á Felli í Kjós.

Kemur fram í erindinu að risið hefur hús í landi Þúfukots, að því er virðist án heimilda. Við  mælingu hefur komið fram að húsið er innan 500m frá starfsemi Kraftunga.

Óskað er viðbragða nefndarinnar.

 

 

Afgreiðsla:

Samkvæmt Aðalskipulagi Kjósarhrepps er óheimilt að reisa íbúðarhús innan 500m radíusar frá starfsemi sem Kraftungi rekur á Felli.

Umrætt sumarhús fellur ekki undir þá skilgreiningu

 

 

3. Skipulagsnefnd var gerð grein fyrir stöðu mála vaðandi vegtengingar að íbúðarhúsunum að Þúfukoti og Ásum í landi Þorláksstaða.

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið

 

Undirskrift fundarmanna:

 

Kristján Finnsson                                      Haraldur Magnússon

 

____________________________         ______________________________

 

Pétur Blöndal Gíslason                             Jón Eiríkur Guðmundsson

 

___________________________            _______________________________