Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

191. fundur 07. nóvember 2007 kl. 18:33 - 18:33 Eldri-fundur

                                                   Skipulags og bygginganefnd

                                                          Fundur nr. 19.

 

Miðvikudaginn 7. nóvember 2007  var haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:

Þórarinn Jónsson , Pétur Blöndal, Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

Byggingamál:

 

1.      Björk Arnardóttir k.t. 080363-3119 Hraunbæ 74 sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri  á lóð sinni nr. 8 við Hamra í landi Meðalfells. Byggingastjóri er Sæþór Þórðarson.

Samþykkt

 

 

2.      Sigurbjörg Ó Bergsdóttir k.t. 280863-3639 Ægisbraut 19 Búðardal sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 11 við Hálsenda í landi Háls.

 

     Byggingastjóri er Andrés Gíslason

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

3.      Karl Magnús Kristjánsson k.t.300448-4619 sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt lóðinni nr. 5 við Fossá.

Byggingastjóri er Hlöðver Ingvarsson.

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa nærliggjandi lóða vegna   fjarlægðarmarka.

 

4.       

.Guðríður Gunnarsdóttir k.t. 040351-4269  Þúfu Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja reiðskemmu úr stálgrind  á jörð sinni Þúfu.

Byggingastjóri er Höskuldur Pétur Jónsson.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

5.       Haraldur Hjartarson k.t. 100942-3099 Guðrúnargötu 7 101 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 9 við Brandslæk  í landi Eyrar.

Byggingastjóri er Sigurður Waage.

 

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

6.      Jóna Thors k.t. 230959-4209 Njálsgötu 49 101 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 5 við Miðbúð.

Byggingastjóri er Marinó Ólason.

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

 

 

 

 Skipulagsmál:

Borist hefur bréf  frá Skipulagsstofnun, þar sem kemur fram að stofnunin hefur yfirfarið deiliskipulagsgögn varðandi Raðahverfi í landi Háls og gerir ekki athugasemdir við að birt verði auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Þá vekur stofnunin athygli sveitarstjórnar á því, að samþykki landeiganda þarf að liggja fyrir vegna aðkomu að svæðinu.

 

 

 

 

Afgreiðsla;

Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagið, eins og það er skilgreint innan  skipulaguppdráttar, verði auglýst. Vegna ábendingar Skipulagsstofnunar um samþykki landeiganda vekur skipulagsnefnd athygli á að ekki bárust athugasemdir á tilskildum auglýsingartíma og vísar erindinu til hreppsnefndar.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið.

 

Undirskrift fundarmanna:

 

Þórarinn Jónsson                                  Haraldur Magnússon

 

____________________________         ______________________________

 

Pétur Blöndal Gíslason                             Jón Eiríkur Guðmundsson

 

___________________________            _______________________________