Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

210. fundur 05. mars 2008 kl. 09:28 - 09:28 Eldri-fundur

Miðvikudaginn 5 mars  2008  er haldin fundur í Skipulags og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir eru:

Kristján Finnsson , Þórarinn Jónsson, Haraldur  Magnússon formaður nefndarinnar ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jón Eiríki Guðmundssyni sem einnig sá um fundarritun.

 

                        Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Bygginganefnd:

1.Bjarni S.. Guðmundsson k.t. 211007-5959 Leirvogstungu 12  270 Mosfellsbæ sækir um að fá að byggja gestahús úr timbri, steinsteypu og torfi á jörð sinni Litlu Þúfu.

Byggingastjóri er Gunnar Helgason k.t. 230456-2249

Byggingaleyfisgjald kr. 81,400,-

 

Samþykkt

 

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

2.Róbert Benedikt Róbertsson k.t. 140586-2779 Álfaskeið 82 220 Hafnarfjörður  sækir um leyfi til að byggja sumarhús úr timbri á lóð sinni  nr. 18 við Eyjatún.

Byggingastjóri.........

Byggingaleyfisgjald er  kr.  68,218,-

 

Samþykkt

 

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

3.Halldór Þ. Birgisson Marbakkabraut 20   200 Kópavogur   sækir um leyfi til að stækka sumarhús sem að samþykkt var í bygginganefnd þ. 3. október 2007 og breyta skráningu þess úr sumarhúsi í íbúðarhús.

Byggingastjóri er H.Pétur Jónsson

Byggingaleyfisgjald er kr. 38,648,-

 

Samþykkt með fyrirvara um að sýnt verði á afstöðumynd  hvernig vegtengingu verði háttað.

Samræmist ákvæðum laga nr 73/1997

 

4.Sigurður Árni Ólafsson k.t. 180761-2929 sækir um leyfi til að flytja 90 m2 skólastofu – sumarhús á lóð sína nr. 50 við Norðurnes. Sótt er um byggingaleyfið á þeirri forsendu ytra byrði hússins hafi verið endurnýjað þ.e. klæðningar, gluggar og hurðar og skipt um klæðningu á þaki.

Byggingastjóri er  Kristján Sveinsson.

 

Samþykkt

Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997

Byggingarleyfisgjald er kr.66,716

 

5. Ferðaþjónustan Hjalla ehf. leggur fram erindi vegna umsagnar um rekstrarleyfis  vegna Kaffi Kjós og Litla Hjalla.

Samþykkt

 

Skipulagsnefnd:

 

Tekin var til endanlegrar afgreiðslu Skipulagsnefndar  deiliskipulag frístundabyggðar, Vindás 5 og 7 úr landi jarðarinnar Vindás Kjósarhreppi.


Umsögn við athugasemdum.

Sveitarstjórn Kjósarhrepps samþykkti að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð, Vindás 5 og 7, Kjósarhreppi 11. janúar 2007. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. des 2006 og greinargerð var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þann 10. desember 2007 og var frestur til að skila athugasemdum var til 25 janúar 2008.

Tillögurnar eru í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017

 

Skipulagstillögurnar voru sendar eftirtöldum aðilum til umsagnar:

Fornleifavernd ríkisins, Umhverfisstofnunar, Vegagerð ríkisins.og Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

Fornleifavernd og Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis gera engar athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Vegagerð ríkisins hafnaði nýrri tengingu inná Kjósarskarðsveg en að öðru leiti gerir vegagerðin ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

 

Umsögn Skipulagsfulltrúa:Tekið er tillit til þessara athugasemdar og tengingin felld út á nýjum uppdrætti.

 

Umhverfisstofnun bendir á að svæðið er á Náttúruminjaskrá og nær að Laxá og að hluti byggingarreitanna séu innan 100 m. fjarlægð frá ánni. Þá segir að almennt skuli miða við að byggingar séu ekki nær vötnum á Náttúruminjaskrá en sem nemur 100 m. og lóðamörk ekki nær en sem nemur 50 m. Þá leggur stofnunin áherslu á að umgengni almennings með bökkum árinnar verði hindrunarlaus.

 

Umsögn skipulagsfulltrúa:

Skipulagssvæðin eru í einkaeign og hafa verið í tuga ára. Svæðin bæði eru innan sömu girðingar ásamt svæði KFUK í Vindáshlíð. Girðingar hafa verið um svæðið allt þetta tímabil og eru staðsettar með þeim hæti að greið umferð gangandi manna er fyrir hendi. Ekki er gert ráð fyrir frekari girðingum innan svæðisins né utan þess.

Varðandi staðsetningu byggingarreita þá er staðsetning þeirra í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps og ákvæði  í skipulagsreglugerð. Reitirnir eru í flestum tilvikum ríflegir að stærð og verður þess gætt að staðsetning húsa verði fjær ánni sé þess kostur innan byggingarreitanna til þess að koma til móts við athugasemdir Umhverfisstofnunar.

Engin skilgreind lóðamörk eru innan skipulagssvæðanna sjálfra og reynir því ekki á að lóðamörk séu nær Laxá en 50 m. Eigendur svæðanna eiga land í miðja Laxá.

 

Aðrar athugasemdir bárust ekki.

 

Kjósarhreppi 27. febrúar 2008

Jón Eiríkur Guðmundsson skipulagsfulltrúi

 

 

Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulag fyrir Vindás 5 og 7, Kjósarhreppi. Tillagan, sem sett var fram á uppdrætti dags. des 2006 og greinargerð var auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga þann 10. desember 2007 og var frestur til að skila athugasemdum var til 25 janúar 2008.

Tillögurnar eru í samræmi við Aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017

 

Lokadagsetning uppdráttar er í febrúar 2008 en greinargerðar des.2006.

Jafnframt er umsögn skipulagsfulltrúa dags 27.febrúar  samþykkt

 

 

                          Fleiri mál lágu ekki fyrir fundinum og var honum slitið