Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

360. fundur 24. mars 2011 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur

Mánudaginn 21. mars 2011 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla.

Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson formaður bygginga- og skipulagsnefndar, Magnús I. Kristmannsson varaformaður, Eva Mjöll Þorfinnsdóttir ritari, Kristján Finnsson, Pétur Blöndal Gíslason ásamt Skipulags og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni .

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Bygginganefnd:

 

 

  1.  Sigurður Valdemarsson kt. 250668-5629  Sogavegi 58 108 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt nr. 66 um 34,7 m2 við Hlíð í landi Meðalfells. Einnig er sótt um leyfi til að koma fyrir  9 m2 geymslu á lóðinni.

Samþykkt.

Byggingastjóri:

Byggingaleyfisgjald: 59,603,-

 

  1. Linda Emilía Karlsdóttir 021262-2939  Hrísateig 33 105 Reykjavík  sækir um leyfi til að byggja 25,5 m2 sumarhús úr timbri á lóð sinni nr. 22 við Eyjatún í landi Eyja 1. Húsið verður flutt á staðinn.

Frestað

Byggingastjóri: Burkni Dónaldsson kt. 041147-4239.

Byggingaleyfisgjald: 45,895,-

 

 

Lögð var fyrir bygginganefnd tillaga um verklagsreglur til handa byggingafulltrúa er varða afgreiðslu hans  á umsóknum um smáhýsi  án þess að málið sé tekið fyrir í bygginganefnd.

 

1.      Smáhýsi séu að hámarki 9 m2.

2.      Vegghæð sé ekki meiri en 1.9 m. og mænishæð að hámarki 2.40m.

3.      Hurðir skulu opnast út.

4.      Smáhýsi séu ekki nær húsi en 1m.

5.      Smáhýsi skulu ekki vera nær lóðarmörkum en 5 m.

6.      Smáhýsi skulu sýnd á afstöðumynd og gerð grein fyrir grundun þeirra. Leita skal samþykkis byggingafulltrúa varðandi festingar og frágang.

7.      Ljósop glugga skal vera minnst 50*50 cm.

 

Ákvörðun um gjaldtöku vegna smáhýsa vísað til hreppsnefndar.

 

 

 Skipulagsnefnd:

 

  1. Landlínur fyrir hönd landeigenda Flekkudals  1 og 2  óska eftir breytingu á aðalskipulagi. Sótt er um að breyta 2,5 ha.skika ú landi Flekkudals úr landbúnaðarnotkun í frístundalóðir. Fyrirhugað er að deiliskipuleggja frístundabyggð á skikanum.

Samþykkt

 

  1. Vegna formgalla í fyrri afgreiðslu málsins er lagt fyrir skipulagsnefnd deiliskipulag frístundabyggðar og bátalægis í landi Skorhaga. Deiliskipulagstillagan var áður samþykkt í sveitarstjórn 26 júlí 2004.

Tillagan gerir ráð fyrir frístundabyggð þar sem að þremur landskikum er skipt í frístundalóðir og er hver skiki  um það bil 6,3 ha að stærð. Tveimur vestustu skikunum er skipt í þrjár lóðir  en á austasta skikanum er einn lóð. Einnig  gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir bátalægi neðan Hringvegar 1 um Hvalfjörð sem verði sameign  frístundasvæðisins.

Málinu vísað til hreppsnefndar

 

3.      Í ljósi þess  að unnið er að breytingu /uppfærslu á aðalskipulagi   Kjósarhrepps     óska  Jóna Thors  vegna  Miðbúð 5 og  Magnús B. Magnússon vegna    Miðbúð 6 og 7  eftir  heimild til að hefja vinnu vegna umsóknar um breytingar á aðalskipulagi.

Umsóknin var áður tekin fyrir í skipulagsnefnd  17 mars 2010

Málinu vísað til hrepssnefndar og vísað til fyrri bókunar.

 

 

 Önnur mál:

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.