Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

394. fundur 01. febrúar 2012 kl. 11:00 - 11:00 Eldri-fundur

                      Skipulags og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 56

 

 

Þriðjudaginn 31. Janúar 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldin í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: G. Oddur Víðisson formaður,  Pétur Blöndal Gíslason, Magnús Ingi Kristmannsson ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Bygginganefnd:

 

1.      Þröstur Jónsson kt. 150145-4739 Brekkubæ 36 110 Reykjavík  sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt  á lóðinni nr. 9 við Flekkudalsveg.Viðbygging er úr timbri og er  17 m2

 

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald: kr.  

 

Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

 

2. Tekið var fyrir bréf dagsett í Hafnarfirði 5 desember 2011 undirritað af Jóni B. Björgvinsyni. Farið er fram á að bygginganefnd endurskoði afstöðu sína frá 16 nóvember 2011, hvað varðar umsókn hans um endurbyggingu frístundahúss við Flekkudalsveg nr. 18A

  Afgreiðslugjald kr. 7,900,-

 

Synjað. “Þegar byggð hús sem standa innan 50 m frá ám og vötnum er leyfilegt að endurnýja/endurbyggja og skulu stærðar og hæðarmörk miðast við núverandi hús.”   

Önnur Mál:

 

1.1.  Tekin var fyrir skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggð í landi Möðruvalla .Skipulagssvæðið nefnist Möðruvellir 1 Lækir. Tillagan gerir ráð fyrir

sjö  ca. 0,7 ha. lóðum fyrir frístundahús.

 

Samþykkt að leggja til við hreppsnefnd hún samþykki deiliskipulagstillöguna

 

 

Afgreiðslugjald kr. 7,900,-

 

1.2. Landsnet hf. óskar eftir að skipulagsyfirvöld í Kjósarhreppi taki inn á aðalskipulag breytingar á línuleið Brennimelslínu 1, 220/400 KV.

Breytingin gengur út á spennuhækkun línunnar í 400 KV og minniháttar breytingu á legu línunnar samhliða endurbyggingu hennar. Áformin hafa verið kynnt landeigendum á línuleiðinni.

 

Frestað. Óskar er eftir staðfestingu á að samráð hafi verið haft við landeigendur.

1.3. Sigurbjörn Hjaltason Kiðafelli óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi framkvæmdir við fyrirhugaða siglingaraðstöðu í Snorravík í landi Eyrarkots.

Ennfremur er óskað eftir umsögn nefndarinnar hvort um sé að ræða  leyfisskylda framkvæmd sé að ræða samkv. 27 gr. í skipulagslögum.

 

 Nefndin telur ekki að um óafturkkræfa framkvæmd sé að ræða og flokkist ekki undir meiri háttar framkvæmd og að ekki þurfi að afla framkvæmdarleyfis sveitarstjórnar.

Óskað er eftir að stærðir á varnargarði og flotbryggju verði skilgreind

Fleiri mál lágu ekki fyrir fundi og var honum slitið.

Afgreiðslugjald kr. 7,900,-

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

 G. Oddur Víðisson                                           Jón Eiríkur Guðmundsson

 

_____________________________                  ____________________________

 

Anna Björg Sveinsdóttir                                  Magnús Ingi Kristmannsson

 

______________________________                ______________________________                                                      

 

Pétur Blöndal Gíslason                            

 

_________________________________