Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

425. fundur 01. nóvember 2012 kl. 17:47 - 17:47 Eldri-fundur

                         Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 64

 

 

Mánudaginn 31.október 2012 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar (sem var ekki viðstaddur fundinn en var í símasambandi við fundarmenn og samþykkir  hann fundargerð þessa.) ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Bygginganefnd:

1.Kynnt var fyrir bygginganefndbókun hreppsnefndar  á fundi þ. 18.10 2012 um framtíðarskipan bygginga.- og skipulagsnefndar. En þar kemur fram eftirfarandi:

„Þrír fulltrúar og jafnmargir til vara í skipulags- og bygginganefnd.  Skipulags- og bygginganefnd fer með skipulags- og byggingarmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010 og reglugerð nr. 400/1998 og nr. 1001/2011.  Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindsbréfi sem henni eru sett.”

Bygginga.- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu hreppsnefndar.

2.Guðmundur H. Davíðsson Miðdal óskar eftir leyfi til að byggja 213 m2 hesthús úr steinsteypu  á jörð sinni samkv. teikningum arkitekts dags. 24.10 2012.

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald: kr.  79,000,-

 

   Samþykkt

  

 Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

3. Davíð Baillie Walsh  kt 141259-3429 Stillholti 19 300 Akranesi sækir um leyfi til að byggja 24,7 m2 gestahús úr timbri á lóð sinni nr. 33 í landi Hvamms.

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald: kr.  46,926,-

Samþykkt með fyrirvara um að gerð verði nánari grein fyrir afstöðu hússins á lóðinni.

Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

 

 

 

4. Þorbjörg Sigurðardóttir kt. Akurhvarfi 8  203 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr timbri á lóð sinni  7 við Flekkudalsveg í landi Eyja 1.samkv teikningum dags.12.10 2012.  Stærð hússins er 90,3 m2 að grunnfleti og 377,5 m3. Húsið verður flutt á staðinn og kemur í stað eldra húss sem nú stendur á lóðinni.

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald: kr.  107,045,-

 

Samþykkt með fyrirvara um að húsið standi a.m.k. 10 m. frá lóðarmörkum og staðsetning verði í samráði við byggingafulltrúa.

  

 Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.

Önnur mál:

01. Tekin var fyrir í skipulagsnefnd deiliskipulagstillaga að búgarðabyggð í landi Þúfukots . Skipulagsvæðið liggur sunnan við Hvalfjarðarveg nr. 47.

Tillagan gerir ráð fyrir 16 lóðum fyrir búgarða. Hver lóð er samkvæmt skipulagsuppdrætti  u.þ.b. 10,000 m2. Skipulagssvæðið er merkt B3 á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005 – 2017 og er þar gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundabúskap. Skipulagssvæðið er 26,0 ha. og er nýtingarhlutfall samkv. skipulagsskilmálum  1,6 ha./ búgarð. Tillagan gerir ráð fyrir  að byggingamagn á búgarðalóðum verði allt að  500 m2.Deiliskipulagstillagan er dagsett 03.10 2012 og er unnin af Guðjóni Magnússyni arkitekt.

 Deiliskipulagstillagan samræmist aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017 og mælir skipulagsnefnd með að hreppsnefnd samþykki deiliskipulagstillöguna til auglýsingar að teknu tilliti til fyrirvara um breytingu á texta í skipulagslýsingu varðandi skilyrta úttekt byggingafulltrúa á frágangi rotþróa á lóðum.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

Sign G.Oddur Víðisson 

________________________________            ______________________________

 

 

Kristján Finnsson                                              Magnús Ingi Kristmannsson

 

 

______________________________           _________________________________