Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

442. fundur 08. maí 2013 kl. 16:05 - 16:05 Eldri-fundur

                         Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 68

 

 

Miðvikudaginn 7 maí 2013 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar  ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

Bygginganefnd:

1.. Lagt fram á fundi skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps þann 7.  maí 2013:

 

Samkvæmt  2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki  nr. 160/2010, sem tóku gildi 1. Janúar 2011, veitir byggingarfulltrúi viðkomandi sveitarfélags byggingarleyfi, eftir atvikum í samræmi við samþykkt samkvæmt 1. mgr. 7. gr. s.l. , vegna hvers konar mannvirkjagerðar sem háð er byggingaleyfi samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laganna en ekki er háð byggingaleyfi Mannvirkjastofnunar samkvæmt 3. mgr. 9. gr., þ. m. t. vegna virkjana og annarra mannvirkja sem reist eru í tengslum við slíkar framkvæmdir.

Með samþykkt nr. 429/2013, um afgreiðslur skipulags-og bygginganefndar Kjósarhrepps, sem birt var í B-deild stjórnartíðinda þann 6. maí 2013, voru sett þau skilyrði fyrir útgáfu byggingaleyfis af hálfu byggingarfulltrúa, samkvæmt III. kafla laga um mannvirki nr. 160/2010, að skipulags- og byggingarnefnd hafi samÞykkt útgáfuna, en skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps annast verkefni byggingarnefndar, sbr. samþykkt um stjórn og fundarsköp Kjósarhrepps, nr. 852/2010, með síðari breytingum, og sbr. 7. gr. laga um mannvirki.

Með hliðsjón af framangreindu hafa allar afgreiðslur skipulags- og byggingarnefndar frá 1. janúar 2011 til og með 6. maí 2013, á byggingarleyfum, verið enduruppteknar  og samþykktar að nýju óbreyttar þann 7. maí 2013 af hálfu byggingafulltrúa Kjósarhrepps með samþykki skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010 og framangreinda samþykkt nr. 429/2013.  Samkvæmt þessu skulu afgreiðslur byggingarleyfa standa óbreyttar frá því sem fram kemur  fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar Kjósarhrepps á nefndu tímabili.  Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar á á tímabilinu 1. janúar 2011 til og með 6. maí 2013 fylgja staðfestingu þessari.

 

Kjósarhreppur 7. maí 2013

 

Jón Eiríkur Guðmundsson,

 byggingafulltrúi Kjósarhrepps

 

Í skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps:

 

Guðmundur Oddur Víðssson

 

Magnús Ingi Kristmannsson               Kristján Finnsson

 

2.Margrét G. Kristjánsdóttir  kt. 090357-5309 Sækir um leyfi til að stækka sumarhús sitt  á lóðinni Hlíð 11A í landi Meðalfells. Stækkunin er byggð úr timbri og nemur 37,2 m2 Hönnuður er Svavar M. Sigurjónsson hjá Verkfræðiþjónustunni ehf.

 Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald: kr.  77,176,-

Samþykkt með fyrirvara um að málið verði grenndarkynnt í samráði  við byggingafulltrúa.

 

3.Magnús Ingi Magnússon kt. 190560-4149 sækir um leyfi fyrir 24 m2 gestahúsi  á lóð sinni númer 2  við Holtsveg í landi Meðalfells. Um er að ræða gámahús sem klætt verður standandi timburklæðningu.

 Byggingastjóri: 

 

 Byggingaleyfisgjald: kr.  53,020,-

 

  Samþykkt með fyrirvara um að málið verði grenndarkynnt í samráði  við byggingafulltrúa.

 

  Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

4.  4. Soffía D. Þórarinsdóttir kt. 241155-3319 Bugðutanga 2 2870 Mosfellsbæ sækja um leyfi 12,3 m2 vélageymslu og 19,1 m2 gestahúsi á lóð sinni Traðarholti í landi Grímsstaða. Lnr: 210889 Byggingarnar eru bjálkahús á steyptum undirstöðum. Ennfremur er óskað eftir að fá að byggja 10,4 m2 baðaðstöðu á austurhlið hússins.Hönnuður er Gísli Gunnarsson Kvarða Teiknistofu

  Byggingastjóri: 

 

 Byggingaleyfisgjald:  103,797,-

 

 Samþykkt með fyrirvara um að málið verði grenndarkynnt í samráði  við byggingafulltrúa.

 Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

 

5.Guðlaugur Jónsson kt. 170851-4399 Nesbala 86 170 Seltjarnarnesi sækir um leyfi til að byggja 30 m2 geymsluskúr úr timbri  á lóð sinni nr. 15 A í landi Meðalfells.

Hönnuður er Gísli Gunnarsson Kvarða Teiknistofu.

Samþykkt með fyrirvara um að málið verði grenndarkynnt í samráði  við byggingafulltrúa.

  Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010

 

  Byggingastjóri: 

 

 Byggingaleyfisgjald:  91,000,-

6. Ferðaþjónustan Hjalla ehf sækir um byggingaleyfi fyrir 30 m2 geymslubyggingu við Kaffi Kjós. Húsið er timburhús klætt standandi borðaklæðningu.

Hönnuður . G. Oddur Víðisson ( Víkur af fundi )

 

Samþykkt.  Ekki þörf á grenndarkynningu.

  Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010

 

  Byggingastjóri: 

 

 Byggingaleyfisgjald:  91,000,-

 

 

 

Önnur Mál:

 

01. Pétur Jónsson Þúfukoti óskar eftir umsögn Bygginga-og skipulagsnefndar varðandi lífgasframleiðslu í tengslum við búgarðabyggð.

Staðsetning fyrirhugaðrar gasgerðar er utan skipulagssvæðis. Framkvæmdin er skipulagsskyld.

 

02. Deiliskipulagstillaga búgarðabyggðar Þúfukoti.

Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar dags.22 apríl 2013. Þar er bent á að:

 

a.fjöldi húsa á búgarðalóð sé ekki í samræmi við aðalskipulag Kjósarhrepps 2005-2017.

Skilmálar verði uppfærðir í samræmi við aðalskipulag.

 

b. Skipulagsstofnun leggur til að ákvæði um eldvarnir verði bætt inní skilmála.

Lagt er til að ákvæði þess efnis sé bætt inní skilmála

 

 

c.Fella þurfi úr gildi deiliskipulag fyrir 13 frístundahús sem staðfest var af skipulagsstofnun í maí 1992 sem er á sama stað og fyrirhuguð búgarðabyggð á að vera ogf að tillagan verði auglýst að nýju.

Lagt er til við hreppsnefnd að hún samþykki að fella úr gildi deiliskipulagið og fari að tilmælum skipulagsstofnunar.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.

 

 

 

Undirskrift fundarmanna:    -

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

Kristján Finnsson                                             Magnús Ingi Kristmannsson

______________________________           _________________________________