Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

450. fundur 07. október 2013 kl. 09:22 - 09:22 Eldri-fundur

                       Skipulags- og bygginganefnd

                                     Fundur nr. 71

 

 

Fimmtudaginn 3 október 2013 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru:  Magnús Ingi Kristmannsson, Kristján Finnsson, G. Oddur Víðisson formaður nefndarinnar  ásamt Skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

            Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

1. Einar Tönsberg kt.060273-5029  Flyðrugranda 20 107 Reykjavík sækir um leyfi til að Stækka sumarhús sitt nr. 16 við Berjabraut í landi Háls.Sótt er um 7,8 m2 stækkun til norðurs og 43,9 m2 til suðurs og við vesturhlið hússins.               

Hönnuður er Haraldur Valbergsson kt. 290162-5999 hjá Örk teiknistofu Hafnargötu 90 230 Keflavík

 

Byggingastjóri: Garðar Ingi Ólafsson

Byggingaleyfisgjald: kr.  94,611,-

 

Samþykkt

    Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

 

2.Sigurbjörn Magnússon kt. 310759-5709, Bleikjukvísl  11 110 Reykjavík sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt Brekkuskála í landi Kiðafells. Viðbyggingin nemur 31,4 m2 úr timbri á steyptum undirstöðum. Ennfremur er óskað eftir að fá að fjarlægja 10,5 m2 geymsluskúr og byggja í hans stað 40,5 m2 vélageymslu úr timbri á steyptum undirstöðum. Hönnuður er Gylfi  Guðjónsson og félagar Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík.

 

 Byggingastjóri:  Eiríkur Ingólfsson kt. 030444-3889

 Byggingaleyfisgjald: kr.  139,477,-

 

Samþykkt með fyrirvara um afstöðumynd verði lögð fram.

 

3. Sigurður Guðmundsson kt. 1303484599 Stangarholti Kjósarhreppi sækir um sækir um leyfi til að byggja 18,7 m2 garðskýli úr timbri á lóð sinni Stangarholti.  Hönnuður er Arkó, Ásmundur Jóhannsson.  

  Byggingastjóri: 

 Byggingaleyfisgjald:   34,221,-

 

Samþykkt

  Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

 

4. Einar Eyjólfsson kt. 0108592129 Linnetstíg 2 220 Hafnarfirði, sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús sitt nr. 20 við Hlíð í landi Eilífsdals. Viðbyggingin er úr timbri og nemur 38,2 m2 Hönnuður er Verksýn Síðumúla 1 105 Reykjavík

 

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald:   69,906,-

Samþykkt

  Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

 

5. Ragnar Þorsteinsson kt. 270151-3029 sækir um leyfi til að byggja 24 m2 geymslu úr timbri á steyptum undirstöðum á lóð sinn í Eilífsdal nr. 1. Fastanúmer 2085856.

Byggingastjóri: 

Byggingaleyfisgjald:   43,920,-

 

Samþykkt með fyrirvara um afstöðumynd verði lögð fram.

 

 

Önnur mál:

 

01.Tekin var til afgreiðslu deiliskipulagstillaga fyrir búgarð og frístundalóðir.

Um er að ræða  2ja ha. lóð í landi Möðruvalla sem heitir Hæðarskarð.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir annars vegar lóð fyrir íbúðarhús, bílgeymslu og hesthús og hins vegar lóðum fyrir allt að 10 smáhýsi / gestahús og reiknað er með að hvert hús geti verið allt að 30 m2.

Höfundur skipulagstillögu er Arkó, Ásmundur Jóhannsson

Frestað

 

02. Jón Bjarnason eigandi lóðarinnar Norðurnes 74 óskar eftir umsögn skipulagsnefndar varðandi breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða að umrædd lóð verði stækkuð um 57*8 m eða 456 m2.og aðkomu að lóðum nr. 73 og 74 verði breytt.

Málið lagt fram og vísað til Hreppsnefndar

 

 

03. Hreppsnefnd hefur óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um útgáfu framkvæmdarleyfis vegna flutnings vegar á lóðarmörk milli lóðanna Harðbali 1 og Harðbali 2 eins og gert var ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi.

Vegurinn sem um ræðir liggur samkvæmt úrskurði dómskvadds matsmanns á áðurnefndum lóðarmörkum.

Skipulagsnefnd telur rétt að  fara beri að úrskurði Sigmars Metúsalemssonar landfræðings og dómskvadds matsmanns í þessu máli og leggur til að sveitarstjórn gefi út framkvæmdaleyfi sbr.13.gr. skipulagslaga nr.123 frá 22 september 2010.

                 (   Kristján Finnsson situr hjá við bókun á lið 03 .)

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.

 

Undirskrift fundarmanna:    -

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

Kristján Finnsson                                             Magnús Ingi Kristmannsson

______________________________           _________________________________