Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

477. fundur 29. maí 2014 kl. 12:23 - 12:23 Eldri-fundur

                       Skipulags- og bygginganefnd

                                 Fundur nr. 76

 

Miðvikudaginn 28 maí 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og bygginganefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla. Viðstaddir voru: Kristján Finnsson, G.Oddur Víðisson, Jón Ingi Magnússon ( varam ),

 ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni sem ritar fundargerð.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

  1. Gunnar Hólm Hjálmarsson kt. 050350-4799 Langholtsvegi 101 104 Reykjavík sækir um leyfi til að 14,4 m2 gestahús á lóð sinni nr. 27 við Norðurnes í landi Möðruvalla.

Hönnuður er Björn Guðmundsson kt.0512743699

 

Byggingastjóri: Steinþór Stefánsson 1105511-3639

Byggingaleyfisgjald: kr.  27,072,-

 

Samþykkt með fyrirvara um að teikningar verði lagfærðar í samráði við   byggingafulltrúa.

                       Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.          

        

       Önnur mál:

 

01.   Hreppsnefnd Kjósarhrepps hefur óskað eftir umsögn skipulagsnefndar um framkvæmdir Vegagerðarinnar við Miðdalsá / Kiðafellsá. Framkvæmdin gekk út á að að einbreið brú var fjarlægð og tvö 24 m, d =2,4 m löng ræsisrör sett í staðin og vegurinn yfir ánna gerður tvíbreiður. Ekki var sótt um framkvæmdarleyfi. Orkustofnun óskar nú eftir umsögn hreppsnefndar um umsókn vegagerðarinnar  til orkustofnunar dags. 16 maí 2014 um framkvæmdarleyfi

 

Skipulagsnefnd telur að um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd hafi verið að ræða og hafi veggerðinni borið að sækja um framkvæmdarleyfi fyrir niðurrifi gömlu brúarinnar sbr. 79 gr. vatnalaga og niðurlagningu ræsa sbr. 13 gr. Skipulagslaga nr. 23. 2010.

Aftur á móti tekur skipulagsnefnd undir það sjónarmið Orkustofnunar að veita  Vegagerðinni kost á að bæta út ágöllum við þessa framkvæmd með síðbúinni framkvæmdarleyfisumsókn vegna framkvæmdanna.

             Lagt er til að hreppsnefnd samþykki að veita framkvæmdarleyfið.

           

 

02.   H.Pétur Jónssonar Þúfukoti hefur lagt fram beiðni um breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps á reit merktum B3.

Reiturinn var við gerð aðalskipulags Kjósarhrepps skipulagður sem búgarðabyggð en verði í samráði við landeiganda breytt í frístundasvæði.

 

             Lagt er til að hafin verði vinna við skipulagsbreytingarnar í samráði við               hlutaðkomandi aðila.

 

03.  Tekin var fyrir tillaga að deiliskipulagi að frístundabyggð svokölluðu Ennishverfi í landi Háls. Tillagan gerir ráð fyrir 42,5 ha. svæði undir 21 frístundahús og tvö þegar byggð íbúðarhús. Nú þegar eru 11 frístundalóðir byggðar.Tillagan var áður samþykkt í skipulags.-og hreppsnefnd 2005 en var ekki staðfest vegna vegtengingar. Samþykki Vegageraðarinnar og annara umsagnaraðila liggur nú fyrir. Hönnuður skipulagstillögunnar er Hjörtur Pálsson hjá Arkþing.

             

Lagt er til við Hreppsnefnd að hún samþykki tillöguna til auglýsingar   

 

04.  Tekin var fyrir tillaga að breytingu / stækkun á deiliskipulagi í landi Hvamms og Hvammsvíkur dags. 31.05 1999. Deiliskipulagstillagan gerir ráð mikilli aukningu umsvifa á skipulagssvæðinu og byggir  á sex meginþáttum:

1.Listaverkagarður og listamannaaðstaða

2.Fjögurra til fimm stjörnu stjörnu hótel.

3.Frístundabyggð sem gerir ráð fyrir 55 lóðum fyrir frístundahús.

4.Golfvöllur verði stækkaður ú 9 holum í átján holu golfvöll .

5.Endurbygging á Landnámskirkju í Hvammsvík.

6.Aukin skógrækt bæði fyrir ofan og neðan veg.

 

Erindið lagt fram til kynningar.

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið.

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

Kristján Finnsson                                             Jón Ingi Magnússon

 

______________________________           _________________________________