Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

497. fundur 25. október 2014 kl. 11:31 - 11:31 Eldri-fundur

                       Skipulags- og byggingarnefnd

                                 Fundur nr. 80

 

Laugardaginn 27. september 2014 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 13:00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og  Gunnar Leó Helgason ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa Jóni Eiríki Guðmundssyni Fyrir hönd sveitarstjórnar situr fundinn Guðmundur Davíðsson sem ritar fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

1.      Bláa gullið ehf..kt. 681113-0200  Fífuvöllum 2 221 Hafnarfirði óskar eftir umsögn bygginganefndar um fyrirhugaða stækkun á sumarhúsi  á lóðinni nr.34 við Norðurnes. Fyrirhuguð viðbygging er 88,9 m2 og verður þá heildarstærð sumarhússins eftir stækkun 123,5 m2. Viðbyggingin er útfærð með þremur gámaeiningum sem klæddir verða að utan klæðningu með viðaráferð.

Hönnun : Gísli Gunnarsson,  Kvarði Teiknistofa.

 

Málið kynnt.

Afgreiðslugjald: 9350,-

            

 

Önnur mál:

            

01.  Tekin var til afgreiðslu lýsing á breyttri skipulagsáætlun   samkvæmt 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps 2005-2017. Breytingin felur í sér að svæði sem merkt er B3 í aðalskipulaginu og er í landi Þúfukots sem  skilgreint var sem búgarðabyggð verði nú skilgreint sem frístundasvæði.  F30

Afgreiðsla: Lagt til við hreppsnefnd að lýsingin að aðalskipulagsbreytingunni verði auglýst og kynnt.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið

 

vgj Undirskrift fundarmanna:   

 

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________