Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

86. fundur 29. júlí 2015 kl. 19:40 - 19:40 Eldri-fundur

         Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                 Fundur nr. 86

 

Miðvikudaginn 22. júlí 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 19:00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir og  Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúi Jón Eiríkur Guðmundsson. Guðný Ívarsdóttir ritaði fundargerð. Fundi var frestað kl 21:00. 

Miðvikudaginn 29. júlí 2015  kl 18:00 var fundi fram haldið. Viðstaddir voru þeir sömu.

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

Byggingarmál:

 

  1. Helgi Már Hreiðarsson kt. 091252-3259 Hryggjarseli 17 109 Reykjavík sækir  um leyfi til að stækka sumarhús sitt  á lóð nr. 2 við Stampa í landi Háls. Stækkun hússins er á tveimur hæðum, steyptur kjallari og efri hæð úr timbri og nemur 52,8 m2. Erindinu var frestað á fundi byggingarnefndar  þ. 10. júní 2015

Hönnun: Emil Þór Guðmundsson kt. 280456-2409.

Afgreiðsla: Samþykkt.      

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

  1. Síminn hf. Kt. 460207-0880 Ármúla 25 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 15 m hátt stagað timburmastur við fjárhúshlöðuna á Þúfu. Samþykki landeiganda liggur fyrir. Erindinu var frestað á fundi byggingarnefndar  þ. 10. júní 2015.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

  1. Yrki arkitektar kt: 560997-3109, leggja fram öðru sinni fyrirspurn fyrir hönd eiganda um hvort leyft yrði að stækka frístundahúsið nr. 7A við Árbraut í landi Grjóteyrar. Stækkunin nemur 9,4 m2 og tekur til alrýmis sem að færist út um það bil. 1 m til norðausturs. Erindið var áður tekið fyrir á fundi Byggingarnefndar þ. 10 júní 2015 og þá tekið neikvætt í fyrirspurnina.

Lögð er fram greinargerð dags. 13 júlí 2015 þar sem að nánari grein er gerð fyrir fyrirspurninni og nefndin beðin um að endurskoða afstöðu sína.

Afgreiðsla: Umsækjandi hafi samband við byggingarfulltrúa.

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

  1. Sigurður Björnsson kt. 240575-4699, Urðarbrunni 1, 113 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja ca. 50 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 15 við Hlíð í Eilífsdal. Húsið er úr timbri nema hluti byggingarinnar sem er gámur sem hefur verið einangraður og klæddur með timbri með torfþaki.

Afgreiðsla: Frestað, málinu vísað til byggingarfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

  1. Guðmundur H. Svavarsson kt: 140162-4349, Jörfagrund 25 116 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr 17-18 við Hamra í Eilífsdal úr landi  Meðalfells. Stærð hússins er 137,5 m2 og er byggt úr gámaeiningum, með risþaki og klætt láréttri timburklæðningu.

 Afgreiðsla: Frestað, málinu vísað til byggingarfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

  1. Sigríður Ólafsdóttir kt: 110751-4789, Furugrund 79 200 Kópavogi  óskar eftir að fá að hefja vinnu við sökkla á sumarhúsi sínu á lóðinni Dalsbakka í landi Flekkudals. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið auglýst og samþykkt í skipulagsnefnd og hreppsnefnd og er beðið eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla: Samþykkt að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir sökklum.

Afgreiðslugjald: 9.500,-

 

 

Skipulagsmál:

 

01.  Tekin var fyrir fundin yfirlitsuppdráttur og lóðaðblöð fyrir frístundalóðir í landi Kiðafells.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

02.  Tekin var til endanlegrar afgreiðslu samkvæmt 32 gr. skipulagslaga nr. 123 aðalskipulagsbreyting í landi Flekkudals. Aðalskipulagsbreytingin ásamt umhverfisskýrslu var auglýst á tímabilinu 28. maí til 12. júlí 2015.

Afgreiðsla: Engar athugasemdir bárust á auglýsingartímanum og leggur skipulagsnefnd því til við hreppsnefnd að hún samþykki framlagða breytingu og hún send Skipulagsstofnun til staðfestingar samkv. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

03.  Að lokinni auglýsingu er lögð fram  að nýju samkvæmt 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Flekkudalur – Deiliskipulag frístundabyggðar á Nesi.  Tillagan var auglýst á tímabilinu frá 28. maí til að með 12. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lilja Ólafsdóttir, Sigurður I. Sigurgeirsson og eigendur Flekkudals,

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svarbréfi og hvernig hreppsnefnd skuli bregðast við framkomnum athugasemdum.

 

 

04.  Að lokinni auglýsingu er lögð fram  að nýju samkvæmt 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Flekkudalur – Deiliskipulag, frístundabyggðar við Meðalfellsvatn.  Tillagan var auglýst á tímabilinu frá 28. maí til að með 12. júlí 2015. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Lilja Ólafsdóttir, Sigurður I. Sigurgeirsson og eigendur Flekkudals.

Afgreiðsla: Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að svarbréfi og hvernig hreppsnefnd skuli bregðast við framkomnum athugasemdum.

 

 

 

Framhaldsfundi slitið kl: 19:20

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________