Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

87. fundur 02. september 2015 kl. 11:46 - 11:46 Eldri-fundur

         Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                 Fundur nr. 87

 

Miðvikudaginn 2. september 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl 18:00. Viðstaddir voru:

G. Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og Jón Eiríkur Guðmundsson skipulags- og byggingarfulltrúi. Guðný G. Ívarsdóttir sat fundin fyrir hönd hreppsnefndar og ritaði fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

 

Byggingarmál:

 

  1. Kristján Oddsson kt. 120354-5239 Neðra Hálsi ( Lnr:126425) Kjósarhreppi sækir um leyfi til að byggja við núverandi fjósbyggingu. Stækkunin nemur 274 m2. Veggir, haughús og gólf er steinsteypt. Burðarvirki þaks er límtré og yleiningar.

Hönnun: Tækniþjónustan ehf, Sæmundur Óskarsson kt. 180160-3109.

         

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

 

  1. Yrki arkitektar kt: 560997-3109, sækja um fyrir hönd Önnu Lísu Sigmarsdóttur kt: 160172-5169 Miðsölum 7, 201 Kópavogi, leyfi til að stækka og endurbæta frístundahúsið nr. 7A við Árbraut í landi Grjóteyrar. Stækkunin nemur 6,8 m2. Ennfremur er gert grein fyrir og farið fram á minniháttar tilfærslur og breytingar á innra skipulagi hússins.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt að setja í grenndarkynningu. Aðalhönnuður hafi samband við byggingarfulltrúa.

 

 

 

  1. Sigurður Björnsson,  Urðarbrunni 1, 113 Reykjavík, kt. 240575-4699 sækir um leyfi til að byggja 50 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 15 við Hlíð í Eilífsdal. Húsið er úr timbri nema hluti byggingarinnar sem er gámur og hefur verið einangraður og klæddur með timbri, þak er torfþak. Grenndarkynningargögn liggja fyrir. Málinu var áður frestað á fundi bygginganefndar 29.07. 2015.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt að setja í  grenndarkynningu.

 

 

 

  1. Guðmundur H. Svavarsson kt:140162-4349, Jörfagrund 25 116 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr 17-18 við Hamra  í Eilífsdal úr landi  Meðalfells. Stærð hússins er 137,5 m2 og er byggt uppúr gámaeiningum, með risþaki og klætt láréttri timburklæðningu.

Málinu var áður frestað á fundi bygginganefndar 29.07.2015. Erindið hefur  verið grenndarkynnt og ekki voru gerðar athugasemdir.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

  1. Jónína Gunnarsdóttir kt. 240751-4619 Stapaseli 5 109 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 37,8 m2 sumarhús á lóð sinni Lækjarbrekku Lnr: 217355 úr landi Þúfukots. Húsið er aðflutt og fullbúið.

 

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

 

Skipulagsmál:

 

01.  Tekin var til afgreiðslu óveruleg breyting á deiliskipulagi í landi Eyrar. Breytingin felur í sér að lóðarmörk  á milli lóðanna Miðbúð 6 og 7 mun færast til um tæpa 7 m. Á Miðbúð 7 er búið að reisa íbúðarhús. Afmörkun byggingarreits verður í samræmi við staðsetningu hússins. Byggingareitur Miðbúðar 6 færist til í samræmi við staðsetningu nýrra lóðarmarka. Áhrif breytingarinnar á náttúru og umhverfi er óveruleg. Breytingin hefur óveruleg áhrif ganvart nágrönnum.

 

Afgreiðsla: Samþykkt. Vísað til hreppsnefndar.

 

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl. 19:20 .

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________