Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

88. fundur 30. september 2015 kl. 09:29 - 09:29 Eldri-fundur

         Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                 Fundur nr. 88

 

Miðvikudaginn 30. september 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl. 17.30. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. Guðný Ívarsdóttir sat fundin fyrir hönd hreppsnefndar og ritaði hún fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Byggingarmál:

 

  1. Yrki arkitektar kt: 560997-3109 sækja um fyrir hönd Önnu Lísu Sigmarsdóttur kt: 160172-5169, Miðsölum 7, 201 Kópavogi, leyfi til að stækka og endurbæta frístundahúsið nr. 7A við Árbraut í landi Grjóteyrar lnr.126077. Stækkunin nemur 6,8 m2 og tekur til alrýmis sem færist út um 1,1 m til norðausturs. Ennfremur er gert grein fyrir og farið fram á minniháttar tilfærslur og breytingar á innra skipulagi hússins. Erindið var grenndarkynnt og ekki bárust athugasemdir við stækkun hússins.

Afgreiðsla: Samþykkt.

Afgreiðslugjald:

 

  1. Sigurður Björnsson kt: 240575-4699, Urðarbrunni 1, 113 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 50 m2 sumarhús á lóð sinni nr. 15 við Hlíð  í Eilífsdal. Húsið er úr timbri nema hluti byggingarinnar sem er gámur og hefur verið einangraður og klæddur með timbri, þak er torfþak. Erindið hefur verið grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum og voru ekki gerðar athugasemdir.

Afgreiðsla: Samþykkt

Afgreiðslugjald:

 

  1. Ísdekora ehf. kt: 451007-2110, Hvammabraut 14, 220 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja 144 m2 frístundahús og 21,6 m2 geymslu á lóð sinni nr. 2 við Eyjafell lnr: 125995 í landi Eyja 2.  Húsin eru timburhús byggð á steyptum súlum.

 Afgreiðsla: Samþykkt að setja í grenndarkynningu.

Afgreiðslugjald:

 

  1. Guðmundur Magnússon kt: 270962-5569, sækir um leyfi til að stækka geymsluhús á jörð sinni Káraneskoti. Undirstöður eru steyptar og burðarvirki úr stáli.

Afgreiðsla: Samþykkt

Afgreiðslugjald:

 

Skipulagsmál

  1. Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2022 .

Skipulagsnefnd Kjósarhrepps harmar mjög áform Hvalfjarðarsveitar um frekari uppbyggingu á iðnaðarsvæði við Grundartanga. Eins þykir nefndinni miður að Hvalfjarðarsveit leggi ekki lengur áherslu á að viðhalda góðu óspilltu landbúnaðarsvæði til framtíðarnota.

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl  19:30 .

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________