Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

89. fundur 04. nóvember 2015 kl. 14:09 - 14:09 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

Fundur nr. 89

 

Miðvikudaginn 4. nóvember 2015 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl. 19.00. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson. Guðný Ívarsdóttir sat fundinn fyrir hönd hreppsnefndar og ritaði hún fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Byggingarmál:

 

  1. Atli Ingvarsson, kt. 281063-6509, Rauðalæk 39, 105 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús sitt Hlíð nr. 2,  lnr. 126195 í Eilífsdal úr landi Meðalfells. Viðbyggingin verður byggð á steyptum þverveggjum og er úr timbri. 

Hönnuður er Guðmundur Hreinsson, kt. 050167-5099,  byggingafræðingur.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

  1. Leynislækur ehf. kt. 480509-1370 Þúfukoti Kjósarhreppi sækir um byggingaleyfi fyrir 74,3 m2  frístundahúsi  á lóð nr. 6  við Hlíð  lnr. 213973.  Húsið hefur ásýnd burstabæjar og er úr timbri með torfþaki.

Hönnuður er Guðjón Magnússon, kt. 250456-4339, arkitekt hjá Arkform.

Afgreiðsla: Samþykkt.

,- 

  1. Einar Guðbjörnsson, kt. 220551-2379, Blönduholti Kjósarhreppi sækir um að byggja vélageymslu á jörð sinni Blönduholti lnr.125911. Byggingin er stálgrindarhús  byggt á steinsteyptum sökkli og plötuklætt með einangruðum samlokueiningum.

Hönnuður er Haraldur Valbergsson kt. 290162-5999 hjá Teiknistofuni Örk.

 Afgreiðsla: Samþykkt.

 

  1. Pétur Friðriksson kt 110260-4749 og Sigurlína Gísladóttir kt. 290659-4939 sækja um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni Meðalfellsvegur 13A             lnr. 201213. Húsið er 145,8 m2 timburhús á steyptum undirstöðum.

Hönnuður er Gísli Gunnarsson kt. 020649-2409 hjá Teiknistofunni Kvarði.

            Erindi hefur verið kynnt aðliggjandi lóðahöfum og samþykkt.

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

  1. Valdemar Kristinsson kt. 290583-3579 sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr. 17 lnr. 211595 við Eyjatún í landi Eyja 1. Húsið er 63 m2 timburhús byggt á steyptum undirstöðum.

Hönnuður er Hildur Bjarnadóttir kt. 200362-6409,  arkitekt.

 

Afgreiðsla: Samþykkt.

 

Skipulagsmál

 

Janis Garavaldi kt. 140475-3359 og Gabriele Falco kt. 190373-2589 eigendur fasteignarinnar Fálkahreiður lnr. 219789 í landi Flekkudals óska eftir að skráningu hússins verði breytt úr frístundahúsi í íbúðarhús. Vísað er til upphaflegrar umsóknar þar sem óskað var eftir leyfi til að byggja íbúðarhús.

 

Afgreiðsla: Jákvætt tekið í erindið. Frestað.

 

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl  20:30  .

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________