Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

91. fundur 25. janúar 2016 kl. 10:52 - 10:52 Eldri-fundur

Skipulags- og byggingarnefnd  Kjósarhrepps

                                         Fundur nr. 91

 

Mánudaginn 25. janúar 2016 var haldinn fundur í Skipulags- og byggingarnefnd Kjósarhrepps. Fundurinn var haldinn í Ásgarðsskóla kl. 18.30. Viðstaddir voru: G.Oddur Víðisson, Maríanna H. Helgadóttir, Gunnar Leó Helgason og skipulags- og byggingarfulltrúinn Jón Eiríkur Guðmundsson sem ritaði  fundargerð.

 

 

                          Eftirfarandi erindi voru tekin fyrir á fundinum:

 

Byggingarmál:

.

1.      Anna Sigríður Ragnarsdóttir kt.310161-2339 Þórufelli 10 111 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni nr 10A við hlíð í landi Meðalfells Lnr.126353.

Húsið er hefðbundið timburhús á steyptum undirstöðum. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar þ. 9 desember 2015 og vísað í grenndarkynningu. Grenndarkynning hefur farið fram án athugasemda

 

Hönnuður er:  Gísli Gunnarsson kt. 020649-2409 hjá Teiknistofunni Kvarði.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leiðrétta teikningu.

           Afgreiðslugjald: 9550,-

 

2.      Sigríður Ólafsdóttir, kt. 110751-4789, Furugrund 79, 200 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja sumarhús á lóð sinni Dalsbakka, (Vatnsbakkavegur nr.1.) lnr. 219505 sem er úr landi Flekkudals. Húsið er 85 m2 timburhús  á einni hæð og á steyptum undirstöðum. Erindið var áður tekið fyrir á fundi nefndarinnar 4 desember 2014  og var því frestað þar sem að deiliskipulag lá ekki fyrir.

Hönnuður er Halla Haraldsdóttir Hamar kt: 111066-3539 hjá Teiknivangi.

 

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um leiðréttar teikningar.

Afgreiðslugjald: 9550,-

 

3.      Jóhann Guðbjargarson kt. 220772-2929 Leifsgötu 16 101 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 58,5 m2 gestahús á lóð sinni nr. 8 við Austurbakkaveg í landi Flekkudals. Húsið er samsett úr þremur 20 feta gámum sem raðað er saman og klæddir að utan með standandi timburklæðningu. Torf verður á þaki og undirstöður eru steyptar súlur.

Hönnuður er Ragnar Auðunn Birgisson kt. 230160-4499

            Afgreiðsla: Frestað. Samræmist ekki deiliskipulagi.

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

4.      Pétur Guðjónsson Bæ Kjósarhreppi óskar eftir umsögn bygginga-og skipulagsnefndar um byggingu fjölnotahúss á jörðinni.

Húsið yrði að stærstum hluta vélageymsla en í öðrum endanum yrði komið fyrir fjórum litlum íbúðum. Húsið yrði 360 m2 að grunnfleti og sjö metra hátt byggt úr yleiningum.

 

Afgreiðsla: Neikvætt tekið í erindið

Afgreiðslugjald: 9.550,-

 

 

Skipulagsmál

 

01.  Tekin var fyrir lýsing á breytingu á aðalskipulagi Kjósarhrepps: Breyting á  landnotkun í landi Möðruvalla.

Landnotkun á svæðinu er frístundabyggð  og landbúnaðarland auk náttúruverndarsvæðis (N2). Landnotkun mun breytast á tveim svæðum annars vegar mun 0,5 ha svæði frístundabyggðar (F15c) breytast í athafnasvæði (A2) og hins vegar mun 0,4 ha svæði landbúnaðar breytast í athafnasvæði (A3). Starfsemi á athafnasvæðunum tengist tveim borholum  með heitt vatn. Stærð frístundabyggðar minnkar sem þessu nemur eða úr 10,2 ha í 8,7 ha. Gert er ráð fyrir lagnaleið hitaveitu á óbyggðu svæði meðfram Meðalfellsvegi.

 

Afgreiðsla: Lagt er til að hreppsnefnd samþykki aðalskipulagslýsinguna.

 

 

Fleiri mál lágu ekki fyrir og var fundi slitið kl.  19.40

 

 

Undirskrift fundarmanna:   

 

G. Oddur Víðisson                                            Jón Eiríkur Guðmundsson

 

 ________________________________           ______________________________

 

Maríanna H. Helgadóttir                                 Gunnar Leó Helgason

 

______________________________           _________________________________